Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBethe Correia: Lamb á leið til slátrunar

Bethe Correia: Lamb á leið til slátrunar

bethe 2Í kvöld berjast þær Ronda Rousey og Bethe Correia um bantamvigtartitil kvenna. Óhætt er að segja að enginn búist við sigri Correia og virðist spurningin einungis snúast um hversu snemma Rousey muni klára Correia.

Miðað við stuðlana hjá veðbönkum er Correia lamb á leið til slátrunar í kvöld. Stuðullinn á sigur hjá Correia er 19,0 (18 á móti einum) en til samanburðar var stuðullinn á sigur Matt Serra gegn Georges St. Pierre á sínum tíma 8,0 (sjö á móti einum). Serra tókst hið ómögulega og sigraði St. Pierre, öllum að óvörum. Sá sigur er sá óvæntasti í sögu MMA en sigur Correia á Rousey væri enn óvæntari. Aldrei áður hefur stuðull á sigur áskoranda verið jafn hár og í tilviki Correia.

Veðbankarnir hafa líka ástæðu til að setja svo háan stuðul á Correia. Andstæðingar hennar þrír í UFC eru með samanlagt einn sigur og sjö töp í UFC. Tvær af þeim eru ekki lengur í UFC og sú þriðja (Jessamyn Duke) er væntanlega á útleið eftir þriðja tap hennar í röð um síðustu helgi.

Þessir þrír sigrar Correia hafa þó skilað henni í fimmta sæti á styrkleikalista UFC. Hún hefur þó ekkert litið stórkostlega út í þessum bardögum og virðist ekki hafa vopnabúrið sem þarf til að sigra Rousey. Sjö af níu sigrum Correia eru eftir dómaraákvarðanir og tveir eftir tæknileg rothögg.

Í raun hafa grimmir bardagaaðdáendur gert grín að getumuninum á þeim Rousey og Correia. Hér má sjá tvær hreyfimyndir af þeim að taka kast.

output_zJ7Juq

bethe correia

Auðvitað er erfitt að bera saman tvær hreyfimyndir en þetta er bæði tekið úr efni sem UFC hefur sent frá sér.

Það má eiginlega segja að Correia hafi talað sig inn í þennan risabardaga. Það gerði hún með því að sigra æfingafélaga Rousey. Þær Shayna Baszler, Marina Shafir, Jessamyn Duke og Ronda Rousey kalla sig „The Four Horsewoman“ og hafa æft saman um langt skeið. Correia hefur sigrað tvær af þeim og stöðugt haldið því fram að hún muni sigra þær allar. Hún hefur talað niður til Rousey og það (og sigrarnir á æfingafélögunum) hefur gert það að verkum að Rousey ætlar að þagga niður í henni. „Don’t bite off more than you can chew“ er orðatiltæki sem gæti átt heima hér.

Correia hefur ekki margt með sér í kvöld. Hún getur ekki einu sinni reitt sig á stuðninginn á heimavelli þar sem Brasilíumenn virðast yfir sig hrifnir af Rousey. Rousey hlaut mikinn stuðning á opinni æfingu fyrr í vikunni.

Það má þó ekki gleyma að allt getur gerst í MMA. Hanskarnir eru ekki þykkir og þarf ekki nema eitt högg til að breyta bardaganum. Það eru þó flestir á því að Corriea sé langt í frá tilbúin í bardaga gegn bestu bardagakonu heims. Hvort lambið fái slátrun sína í nótt kemur í ljós en takist Correia að sigra verður það óvæntasti sigur í sögu UFC.

Bardaginn er aðalbardagi UFC 190 sem fer fram í Rio de Janeiro og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

bethe 1

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Það var eithvað sem seigir mér að þetta gæti orðið aðeins öðruvísi eftir að hafa horft á Rondu í viktun Ronda á að vinna auðveldlega en öll þessi læti í kringum hana kvikmyndir áreiti engin friður slíkt hefur áhrif og kanski er það í þessum bardaga sem þetta fer að hafa áhrif til hins verra sjáum til veðja samt á aðra lotu sigur hjá Rondu

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular