spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC molar - Gilbert Melendez, Andrei Arlovski og Rick Story

UFC molar – Gilbert Melendez, Andrei Arlovski og Rick Story

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Það er að venju nóg um að vera í MMA heiminum. Al Iaquinta er kominn með nýjan andstæðing, Werdum er kominn með sinn næsta áskoranda og Rick Story er mögulega án andstæðings þann 27. júní. Þetta má sjá í UFC molum dagsins.

Heimildir herma að Andrei Arlvoski fái næsta titilbardaga í þungavigtinni. Fyrsta titilvörn Fabricio Werdum verður því gegn manninum sem sigraði hann á UFC 70 árið 2007. Engin dagsetning hefur verið ákveðin enn sem komið er. Þetta segir blaðamaðurinn Front Row Brian.

Svo gæti farið að ekkert verði af bardaga Rick Story og Erick Silva þann 27. júní. Bardaginn á að fara fram á The Ultimate Fighter Brazil 4 Finale kvöldinu en Erick Silva er ekki enn kominn með vegabréfsáritun. Upphaflega átti bardagakvöldið að fara fram í Brasilíu en sex vikum fyrir viðburðinn var kvöldið fært til Flórída. Að sögn heimilda er Silva, og einn annar brasilískur bardagamaður, ekki kominn með vegabréfsáritun og gæti svo farið að þeir fái ekki áritun í tæka tíð.

Hinn sívinsæli Cathal Pendred hefur óskað eftir því að berjast við Rick Story og koma í stað Silva. Pendred er 4-0 í UFC og langar að verða 5-0 á einu ári í UFC en þann 19. júlí verður eitt ár liðið frá því hann barðist fyrst í UFC. Engum hefur tekist að vinna fimm bardaga á sínu fyrsta ári í UFC.

Al Iaquinta og Bobby Green áttu að mætast á UFC Fight Night þann 15. júlí en nú hefur Green dregið sig úr bardaganum vegna meiðsla. Þetta er í fimmta sinn sem hann dregur sig úr bardaga vegna meiðsla í UFC. Sem betur fer fáum við frábæran afleysingarmann því Gilbert Melendez kemur í stað Bobby Green. Melendez tapaði gegn Eddie Alvarez um nýliðna helgi í jöfnum bardaga. Honum hefur ekki gengið eins vel í UFC og hann bjóst við og aðeins tekist að sigra einn bardaga en tapað þremur. Melendez ætlar sér greinilega að komast aftur á sigurbraut.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular