spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC molar: UFC 207 fær áhugaverða bardaga og Urijah Faber berst

UFC molar: UFC 207 fær áhugaverða bardaga og Urijah Faber berst

hendrickslawlerJohny Hendricks er kominn með næsta bardaga, Brandon Thatch reynir að bjarga ferlinum og Urijah Faber er ekki hættur.

Johny Hendricks mætir Neil Magny

Fyrrum veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks mætir Neil Magny á UFC 207 í desember. Hendricks hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Síðast sáum við Hendricks tapa fyrir Kelvin Gastelum á UFC 200 en þar áður rotaði Stephen Thompson hann. Neil Magny hafði unnið tíu af síðustu 11 bardögum sínum þar til hann mætti Lorenz Larkin á UFC 202. Larkin kláraði Magny í 1. lotu og sá Magny aldrei til sólar í bardaganum.

Þetta ætti að verða hörku viðureign en UFC 207 fer fram þann 30. desember í Las Vegas. Ronda Rousey berst í aðalbardaga kvöldsins.

Brandon Thatch reynir að bjarga ferlinum

Brandon Thatch, sem Gunnar Nelson sigraði í fyrra, mætir Sabah Homasi einnig á UFC 207. Thatch hefur tapað þremur bardögum í röð í UFC eftir að hafa byrjaði afar vel. Thatch verður að vinna á UFC 207 ef hann ætlar að halda starfinu. Thatch var á sínum tíma einn af þeim efnilegri í veltivigtinni og reynir nú að endurheimta fyrra form.

Reynsluboltar mætast

Hinn 37 ára gamli Urijah Faber mun mæta hinum 38 ára Brad Pickett á UFC on Fox 22 bardagakvöldinu í Sacramento í desember. Bardagakvöldið fer fram þann 17. desember en Faber hefur lengi búið í Sacramento þar sem Team Alpha Male er staðsett. Faber er stofnandi og höfuðpaur Team Alpha Male og kemur því fáum á óvart að hann skuli vera á bardagakvöldinu í Sacramento.

Faber tapaði síðast fyrir Jimmie Rivera og var það ein slakasta frammistaða hans á ferlinum. Brad Pickett er alltaf í skemmtilegum bardögum en hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum. Þær Paige VanZant og Michelle Waterson berjast í aðalbardaga kvöldsins og þá munum við sjá Sage Northcutt og CM Punk slátrarann Mickey Gall eigast við sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular