spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC planar bardagakvöld í apríl 2016 í Madison Square Garden

UFC planar bardagakvöld í apríl 2016 í Madison Square Garden

chris weidmanUFC sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld. Í tilkynningunni segir að UFC ætli að halda bardagakvöld þann 23. apríl á næsta ári í Madison Square Garden í New York. MMA er þó enn bannað í New York ríki.

Madison Square Garden er ein þekktasta íþróttahöll heims og verður viðburðurinn eflaust risastór. Vandamálið er hins vegar að MMA er enn bannað í New York ríki.

UFC hefur lengi reynt að fá MMA lögleitt í New York ríki án árangurs. Deilan snýst fyrst og fremst um pólitík og verkalýðsfélagabaráttu við eigendur UFC (bræðurna Lorenzo og Frank Fertitta). Deilan kemur í raun íþróttinni ekkert við.

Fertitta bræðurnir eiga einnig spilavíti í Las Vegas. Starfsmenn spilavítisins eru ekki í verkalýðsfélagi og er það nokkuð sem veldur óánægju meðal Culinary Workers Union verkalýðsfélagsins. Móðurfélag Culinary Workers Union er Unite Here og nær yfir verkalýðsfélög um allt landið.

Unite Here er staðsett í New York og eru um 90.000 meðlimir í félaginu. Það má segja að stjórnmálamenn í New York séu móttækilegir fyrir kröfum þeirra. Stjórnmálamenn sem fá stuðning frá verkalýðsfélögum eiga það til að vera sammála kröfum verkalýðsfélaganna.

UFC hefur reynt undanfarin sex ár að lögleiða MMA í New York án árangurs. Í ár var talið líklegt að MMA yrði lögleitt þar sem einn helsti andstæðingur lagafrumvarpsins, Sheldon Silver, sagði af sér eftir spillingarmál.

MMA er þó stundað í New York þrátt fyrir bannið. Keppnirnar eru ekki löglegar og er ekkert regluverk sem fylgir keppnunum. Þetta er hættulegt þar sem það er ekkert sem skyldar skipuleggjendur til að hafa t.d. lækni á staðnum.

Það er alls ekkert víst að viðburðurinn fari fram í apríl. Ef ekki tekst að lögleiða MMA í New York fyrir þann tíma mun UFC auðvitað hætta við bardagakvöldið í Madison Square Garden og færa það í annað ríki.

Það væri aftur á móti frábært að sjá MMA í New York. Bardagakvöldið yrði eflaust hlaðið MMA stjörnum frá New York á borð við Jon Jones, Chris Weidman og Frankie Edgar.

Jon jones vinnur

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular