spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Rotterdam: Skemmtilegar staðreyndir fyrir bardagana í kvöld

UFC Rotterdam: Skemmtilegar staðreyndir fyrir bardagana í kvöld

UFC bardagakvöldið í Rotterdam fer fram í kvöld. Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í þriðja síðasta bardaga kvöldsins. Hér höfum við tekið saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir um bardagamenn kvöldsins.

  • Alistair Overeem og Andrei Arlovski eru samanlagt með 92 bardaga. Overeem er öllu reyndari en hann hefur barist 55 bardaga í MMA og 15 í sparkboxi.
  • Overeem er með 38 sigra en þar af hefur hann klárað 34 bardaga. Overeem er með níu töp eftir rothögg sem er það mesta meðal bardagamanna UFC í dag.
  • Stefan Struve mætir Antonio „Bigfoot“ Silva í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Struve er 213 cm á hæð og er hæsti bardagamaðurinn í UFC. Sá minnsti er fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson en hann er 163 cm á hæð. Hér má sjá þá saman.

stefan struve demetrious Johnson

  • Antonio „Bigfoot“ Silva þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Acromegaly og er stundum nefndur gigantism. Þetta er hormónagalli þar sem t.d. hendur og höfuð stækka óhóflega mikið. Silva vissi ekki af þessum galla eða þar til hann fór í segulómun fyrir bardaga í Japan.
  • Níu af síðustu 11 sigrum Tumenov hafa komið eftir rothögg.
  • Gunnar Nelson hefur klárað 13 af 14 sigrum sínum á ferlinum. Jorge Santiago er eini andstæðingurinn sem Gunnar sigraði en tókst ekki að klára. 11 af sigrunum hafa komið í 1. lotu.
  • Jon Tuck mætir Josh Emmett í kvöld. En Tuck kemur frá Guam og er sá eini frá Guam sem barist hefur í UFC. Guam er eyja í Kyrrahafinu með 160.000 íbúa. Það þarf kannski ekki að taka það fram en Gunnar Nelson er auðvitað eini Íslendingurinn sem barist hefur í UFC.
  • Kyoji Horiguchi mætir Neil Seery í kvöld. Horiguchi er mikill áhugamaður um fluguveiði og finnst best að slaka á fyrir bardaga með því að horfa á myndbönd af fluguveiði.
  • Andstæðingur hans, Neil Seery, er ekta írskur verkamaður. Seery vinnur á lager í Dublin og ætlar ekki að hætta þeirri vinnu þrátt fyrir að bardagaferillinn gangi nokkuð vel. Seery er 36 ára og veit að það er ekki mikið eftir af MMA ferlinum.
  • Reza „Mad dog“ Madadi sat í fangelsi fyrir innbrot. Madadi var fundinn sekur um að hafa brotist inn í töskubúð og rænt rándýrum handtöskum og veskjum. Í fyrsta bardaga sínum í UFC eftir fangelsisdvölina rétti andstæðingur hans, Norman Parke, honum þessa fínu tösku. Madadi var augljóslega ekki sáttur.

 

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular