spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Rotterdam: Upphitunarbardagar kvöldsins

UFC Rotterdam: Upphitunarbardagar kvöldsins

UFC bardagakvöldið í Rotterdam fer fram á sunnudaginn. Áður en okkar maður, Gunnar Nelson, stígur í búrið fara fram nokkrir skemmtilegir bardagar. Hér förum við stuttlega yfir þá.

Aðalhluti bardagakvöldsins inniheldur sex bardaga og munum við fara vel yfir þá á næstu dögum. Áður en aðalhluti bardagakvöldsins hefst fara fram sjö svo kallaðir upphitunarbardagar (e. prelims) og ætlum við að kíkja á þá.

Fyrsti bardagi kvöldsins (sá neðsti) byrjar kl 14:30 og geta aðdáendur á Íslandi séð alla bardagana á Fight Pass rás UFC.

Léttvigt: Rustam Khabilov gegn Chris Wade

Rússinn Rustam Khabilov kom inn með hvelli í UFC en hefur átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu. Hann er 4-2 í UFC og hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum. Hann er sterkur í sambó og ólympískri glímu og hefur undanfarin ár æft hjá Jackson/Winkeljohn.

Chris Wade er 28 ára Bandaríkjamaður sem sigrað hefur alla þrjá bardaga sína í UFC. Wade er fyrst og fremst sterkur glímumaður svo hérna gætum við fengið að sjá áhugaverða rimmu milli tveggja ólíkra glímumanna.

Á ég að horfa? Já, síðasti bardaginn áður en aðalhluti bardagakvöldsins hefst og nauðsynlegt að vera tilbúin/n fyrir aðalhluta bardagakvöldsins. Gæti orðið mjög áhugaverður bardagi.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Millivigt: Magnus Cedenblad gegn Garreth McLellan

Svíinn Magnus Cedenblad hefur hægt og rólega unnið þrjá bardaga í röð eftir að hafa tapað í frumraun sinni í UFC. Hann hefur ekkert barist í um 18 mánuði og verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka. Garreth McLellan kemur frá Suður-Afríku og er bestur í „clinchinu“. Hann hefur unnið einn bardaga í UFC og tapað einum.

Á ég að horfa? Hérna væri sennilega í lagi að ná í poppkornið eða pizzuna. Báðir hafa mikinn áhuga á að halda bardaganum í „clinchinu“ og getur það stundum verið leiðinlegt til lengdar. Cedenblad hefur þó klárað tvo af þremur bardögum sínum í UFC með uppgjafartökum svo ekki er öll von úti.

Léttvigt: Jon Tuck gegn Josh Emmett

Jon Tuck fær hér glænýjan andstæðing sem kom inn í gær (þriðjudag). Upphaflegi andstæðingur hans meiddist og því kemur nýliðinn Emmett inn í staðinn. Tuck leit mjög vel út síðast en Emmett æfir hjá Team Alpha Male og er 9-0.

Á ég að horfa? Já, Tuck leit mjög vel út síðast og gæti slátrað nýliða sem kemur inn með afskaplega stuttum fyrirvara. Emmett gæti þó komið á óvart og stolið sigri. Hver hefur ekki gaman af óvæntum úrslitum?

reza cabral

Léttvigt: Yan Cabral gegn Reza Madadi

11 af 12 sigrum Cabral hafa komið eftir uppgjafartök. Hann er 2-2 í UFC og berst nú í léttvigt eftir að hafa tapað fyrir góðvini okkar Zak Cummings í veltivigtarslag.

Reza Madadi er afar skemmtilegur Svíi. Hann er þó á hálum ís þar sem hann er nýkominn aftur í UFC eftir að hafa afplánað fangelsisdóm eftir innbrot. Síðast tapaði hann fyrir Norman Parke svo nú verður hann að vinna.

Á ég að horfa? Já, þetta gæti orðið einn af óvæntu smellum bardagakvöldsins. Yan Cabral er ekkert sérstakur standandi en stórhættulegur í gólfinu. Madadi er sterkur glímumaður og ætti að geta haldið þessu standandi og býr að auki yfir góðum höggþunga. Góðar líkur á rothöggi eða uppgjafartaki.

Fluguvigt: Kyoji Horiguchi gegn Neil Seery

Japaninn Horiguchi mætti Demetrious Johnson alltof snemma á ferlinum og átti litla möguleika. Hann er þó 6-1 í UFC og er alltaf að bæta sig. Hann er aðeins 25 ára gamall og mun eflaust fá annað tækifæri gegn Johnson innan tíðar.

Neil Seery er hins vegar ekta 36 ára verkamaður frá Írlandi sem hefur komið skemmtilega á óvart í UFC. Allir bardagar hans eru skemmtilegir en hann hefur sigrað þrjá og tapað tveimur í UFC.

Á ég að horfa? Uh já! Þetta er einn besti bardaginn á kvöldinu. Tveir ólíkir stílar standandi. Karate frá Japan vs. írskt box. Það hljómar mjög vel!

Veltivigt: Leon Edwards gegn Dominic Waters

Bretinn Leon Edwards þykir nokkuð efnilegur í veltivigtinni og nokkuð fær standandi. Waters hefur tapað báðum sínum bardögum í UFC en hann tók þá með skömmum fyrirvara og verður því að vinna á sunnudaginn.

Á ég að horfa? Þetta gæti orðið mjög skemmtilegur bardagi en gæti líka verið hægur og leiðinlegur. Auðvitað hvetjum við fólk til að horfa á alla bardagana en ætli þetta sé ekki svona bardagi sem sé í lagi að horfa á með öðru auganu.

willie gates

Fluguvigt: Willie Gates gegn Ulka Sasaki

Þetta er bardagi sem Willie Gates ætti að vinna. Gates hefur tapað tvisvar í UFC og voru bæði töpin gegn sterkum andstæðingum. Sasaki hefur einnig tapað tvisvar en gegn talsvert verri andstæðingum.

Á ég að horfa? Það er ekki hundrað í hættunni ef þú missir af þessum bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular