spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC staðfestir loksins Stipe Miocic gegn Daniel Cormier 3

UFC staðfestir loksins Stipe Miocic gegn Daniel Cormier 3

Þungavigtin mun loksins halda áfram í ágúst þegar þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic mætast í þriðja sinn.

UFC hefur verið að staðfesta fjölmarga titilbardaga upp á síðkastið. Þrír titilbardagar verða á bardagaeyjunni í júlí en í ágúst verður líka stór titilbardagi.

UFC ætlar að klára trílogíu Stipe Miocic og Daniel Cormier þann 15. ágúst. Stipe Miocic sigraði Cormier á UFC 241 í ágúst 2019 og endurheimti þar með titilinn. Miocic var í vandræðum með sjónina eftir augnpot sem hann varð fyrir í bardaganum gegn Cormier en hefur jafnað sig. Miocic var að auki hikandi við að samþykkja bardaga vegna kórónaveirunnar þar sem allir bardagaklúbbar eru lokaðir. Hann var auk þess að vinna sem slökkviliðsmaður og vildi hjálpa til.

Miocic er reiðubúinn að berjast aftur í ágúst nánast sléttu ári síðan hann barðist síðast. Daniel Cormier hefur heldur ekki barist síðan þeir mættust síðast en Cormier ætlaði að hætta sem meistari. Cormier vildi hins vegar fá eitt tækifæri í viðbót gegn Miocic og því ætlar hann ekki að hætta alveg strax. Hann mun þó að öllum líkindum hætta eftir þennan bardaga.

Cormier vann fyrri bardaga þeirra með rothöggi í júlí 2018 og verður þetta því þriðja árið í röð sem þeir mætast.

Þungavigtin getur því haldið áfram en þyngdarflokkurinn hefur verið í biðstöðu á toppnum í nokkra mánuði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular