spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC staðfestir magnaða bardaga á UFC 213

UFC staðfestir magnaða bardaga á UFC 213

UFC 213Stórt bardagakvöld fer fram þann 8. júlí í Las Vegas og hafa nokkrir bardagar verið staðfestir. UFC 213 fer fram í International Fight Week í júlí og er það einn af hápunktum ársins hjá UFC.

Dana White, forseti UFC, greindi frá því í apríl að Donald Cerrone mæti Robbie Lawler á kvöldinu. Í gærkvöldi var það loksins endanlega staðfest og er það bardagi sem bardagaaðdáendur eru gríðarlega spenntir fyrir.

Spennandi þungavigtarbardagi var einnig staðfestur í gær en þeir Fabricio Werdum og Alistair Overeem munu mætast á kvöldinu. Fyrrum þungavigtarmeistarinn Werdum hefur verið í erfiðleikum með andstæðinga sína að undanförnu. Eftir sigur á Travis Browne í september í fyrra átti hann að mæta Cain Velasquez í lok desember. Sá bardagi féll niður eftir að Velasquez var ófær um að keppa. Hann átti svo að mæta Ben Rothwell á UFC 211 í Dallas maí en Rothwell féll á lyfjaprófi og fékk Werdum engan andstæðing á UFC 211.

Hann fær vonandi loksins að berjast á UFC 213 gegn Alistair Overeem en það verður í þriðja sinn sem þeir mætast. Werdum vann fyrsta bardagann í Pride og Overeem vann seinni bardagann í Strikeforce.

Jim Miller og fyrrum léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis mætast sama kvöld. Miller er einn sá reyndasti í léttvigt UFC en síðast sáum við hann tapa fyrir Dustin Poirier á UFC 208. Þar áður hafði hann unnið þrjá bardaga í röð. Pettis hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu og tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum. Hann fer nú aftur upp í léttvigt eftir stutta veru í fjaðurvigt.

Dana White hafði áður greint frá því að þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw mætist á kvöldinu um bantamvigtartitilinn. Samkvæmt MMA Fighting verður bantamvigtartitill kvenna einnig í húfi þetta kvöld því allt bendir til þess að Amanda Nunes mæti Valentinu Shevchenko á UFC 213. Þetta verður önnur titilvörn Nunes en hún gjörsigraði Rondu Rousey á UFC 207. Shevchenko tryggði sér svo titilbardagann í febrúar með sigri á Julianna Pena með armlás.

Það er ljóst að UFC 213 á að verða stórt kvöld en ekki er vitað hvaða bardagi verður aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular