spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Stockholm: Gunnar Nelson tapar eftir klofna dómaraákvörðun

UFC Stockholm: Gunnar Nelson tapar eftir klofna dómaraákvörðun

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bardaga Gunnars Nelson og Rick Story var að ljúka rétt í þessu. Bardaginn var gríðarlega harður og erfiðasti bardagi Gunnars. Fyrsta tap Gunnars er staðreynd.

Gunnar byrjaði bardagann vel og náði Gunnar fellu í fyrstu lotu. Rick Story er frábær glímumaður sjálfur og tókst að standa upp fljótlega eftir það. Önnur lota var jafnari og tókst Gunnari ekki að ná Story niður. Bardaginn var gríðarlega erfiður og tókst Rick Story að kýla Gunnar niður í 4. lotu. Í fyrsta sinn sem Gunnar er kýldur niður í bardaga en hann jafnaði sig snemma og varði nánast öll högg sem Rick Story kom með í gólfinu.  Fjórða lotan og sú fimmta voru erfiðar og allt í járnum en Rick Story virtist vera að hafa betur þó jafnt hafi verið. Að lokum fór bardaginn allar fimm loturnar þar sem Rick Story sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Einn dómarinn gaf Gunnari þrjár lotur (48-47), einn gaf Story fjórar lotur (49-46) og einn dómarinn dæmdi allar loturnar til Story (50-44).

Eftir bardagann sagði Story að Gunnar væri með “toughest poker face in the game” þar sem hann sýndi engin svipbrigði eftir að hafa fengið högg í sig frá Story. Það er alltaf sagt að menn læri meira af töpum en sigrum og fer þessi bardagi beint í reynslubankann. Gunnar mun án nokkurs vafa koma tvíefldur til leiks. Það fer enginn í gegnum ferilinn taplaus og fyrsta tapið staðreynd.

Fleiri myndir úr bardaganum má sjá hér að neðan.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

 

UFCStockholm2014-11
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-10
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-9
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-8
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-7
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-6
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-5
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-3
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
UFCStockholm2014-2
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. í kvöld kom í ljós að Gunnar er með granít kjálka í kvöld kom í ljós að móti manni sem kýs að boxa er gunnar veikur fyrir það er kúnst að berjast á móti manni sem ætlar sér að boxa þig þú þarft að gera þig lítin ekki koma á móti honum breiður opin Rick Story vissi þetta og það sem meira er fékk Gunnar til að bersjast á sínum forsendum ég tel að Gunnar verði að reina laga þetta Gunni er sterkastur í gófinu veikastur á móti mönnum sem vilja boxa eða með veikleika þar hann fék högg á sig móti Zak sem voru óþarfi engu síður er gunni einn af þeim bestu að mínu mati og ég bíð spentur eftir því sjá hann koma til baka.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular