spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Nelson vs. Story

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Nelson vs. Story

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Nú þegar tveir dagar eru liðnir frá UFC bardagakvöldinu í Stokkhólmi er vert að líta til baka. Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta MMA bardaga á ferlinum og var bardaginn ómetanleg reynsla fyrir kappann.

Það var alltaf vitað að Rick Story yrði erfiður andstæðingur en þrátt fyrir það var Gunnar mun sigurstranglegri hjá veðbönkum og spáðu flestir sérfræðingar Gunnari sigri. Gunnar byrjaði bardagann mjög vel og náði glæsilegri fellu í 1. lotu og sigraði þá lotu að flestra mati. Rick Story gerði vel í að standa upp eftir felluna og augljóst að hann vildi alls ekki vera í gólfinu með Gunnari. Eftir að Gunnar náði fellunni úr “clinchinu” reyndi Story að forðast þá stöðu og gekk það ágætlega eftir. Þegar leið á bardagann virtist Story taka yfir bardagann þó jafn hafi verið.

Story náði að kýla Gunnar niður í 4. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu en Gunnar var fljótur að jafna sig. Þegar Story sá að Gunnar var búinn að jafna sig lét hann Gunnar standa upp og aftur sýndi hann engan áhuga á að fara í gólfið með Gunnari. Story vann heimavinnuna sína vel og virtist ekkert ætla að þreytast.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Báðir bardagamenn náðu góðum höggum inn í bardaganum og sást eftir bardagann að Story var vel bólginn í andlitinu. Gunnar fékk skurð á nefið eftir að höfuð þeirra skullu saman og var bólginn í lærinu eftir lágspörk Story en leið annars ágætlega líkamlega eftir bardagann. Story var mjög bólginn í andlitinu eftir bardagann og átti sennilega erfitt með að sjá vegna bólgu í gær.

Þetta var 25 mínútna orrusta og ómetanleg reynsla að fara í gegnum svona hörku. Gunnar sýndi sterkan hug og hjarta í að halda áfram eftir að hafa verið kýldur niður og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Gunnar og lið hans eiga vafalaust eftir að læra helling af þessum bardaga og koma enn betri til leiks næst.

Allir tapa einhvern tíman og flestir af þeim bestu í UFC hafa tapað. Pressan sem fylgir því að vera ósigraður er farin og hafa flestir bardagamenn lært gríðarlega margt af fyrsta tapinu sínu. Gunnar mun nú taka sér smá frí frá keppni og berst næst á næsta ári. Á blaðamannafundinum eftir bardagann kom fram að næsta bardagakvöld UFC í Evrópu verði í febrúar/mars í London og gætum við fengið að sjá Gunnar þar næst.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Gunni vann 1-2 lotuna það sem hinsvegar raskaði ró minni var vörn Gunnars gegn höggum Story allt annað fanst mér fínt fótavinnan framan af sóknir gunna í 1-2 lotuni gengu upp en þegar þú hefur mann sem sækir að þér og notar svo til eingöngu hnefana í raun boxar þá þurfa menn að hafa svör við því þar fanst mér Gunni ekki hafa nein svör er leið á og hann fór að þreitast hvesvegna get ég ekki svarað, story sló oftast 3- 4 högg gunni sló oftast eitt til tvö bardagin fór fram standandi og það er eithvað sem Gunni verður að horfa til og laga verulega og þá er ég að tala um vörnina gegn mann sem sækir að honum líkt og story gerði verður gunni hafa hendur uppi höku niðri Gunni hinsvegar er með alvöru höku mestara höku en það er klárt að í framtíðinni munu aðrir menn sem berjast við Gunna horfa á þennan bardaga sem dæmi um hvernig á að berjasta við Gunna og Gunni getur ekki farið svona á móti neinum sem er komin á þann stað sem story og restinn eru á það er mitt mat Gunni er klárlega mestara efnni og ég trúi því hann mun verða mestari þessi bardagi við story mun bara gera hann sterkari það er á hreinu.

  2. Jæja ég held að Gunni þurfi bara losa sig við þetta wannabe þjálfara teymi í kringum sig og gera það sem hann heldur að sé málið… Maður á 4 kaliberum yfir þjálfara sína og haldi að þeir geti haft vitið fyrir sér er mjög rangt… Gunni góði besti farðu þá bara og vertu heimsmesiti í jújitsú… Lærðu að boxa það var augljóslega það sem Rick Story tók þig í rassgatið í.. En mér fannst þetta vera frábær bardagi 🙂 það er bara frábært að tapa lærir aldrei eins mikið !… Big Rigg Stoppaður af Story þegar hann var 9-0 og núna Gunni .. Gunni Lemdu bara Big rigg og málið dauttt 😉 …. Bubbi persónulega finnst mér þú ekki vita hvað þú ert að tala um .. Og lýsingarnar þínar trufla mig .. Annars ertu flottur gæji semi sellout tónlista maður 😉

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular