spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUmdeildi bardaginn - Jones vs. Gustafsson

Umdeildi bardaginn – Jones vs. Gustafsson

Það getur verið vandasamt að dæma MMA bardaga og oft eru skiptar skoðanir um hver átti að sigra, sérstaklega fimm lotu bardaga. Bardagi Jon Jones og Alexander Gustafsson 21. september árið 2013 olli talsverðum deilum þar sem menn voru ekki sammála niðurstöðunni. Það er því verkefni dagsins að skoða þennan bardaga nánar, lotu fyrir lotu. Þetta er langt frá því að vera nákvæm vísindi. Mikið byggist á tilfinningu en það er mjög erfitt fyrir áhorfanda að meta t.d. hversu þungt högg var eða hversu mikil áhrif það hafði. Kannski verðum við einhverju nær eða kannski erum við bara að rífa upp gömul sár.

Horft var aftur á bardagann í heild sinni með smásjá til upprifjunar og greiningar en einnig var tölfræði Fightmetric notuð til stuðnings: http://hosteddb.fightmetric.com/fights/index/4420

JG 1

Lota 1

Þeir skiptast á höggum í góðri fjarlægð frá hvor öðrum, Jones nær inn nokkrum ágætis snúnings og hliðarspörkum. Gustafsson byrjar að láta finna fyrir sér með hægri hendi sem er hingað til besta högg lotunnar.  Jones er skorinn fyrir ofan hægra augað. Jones er vinnusamur með fótaspörk en Gustafsson laumar inn höggum. Gustafsson kemur öllum á óvart og tekur Jones niður í gólfið. Jones kemst strax upp aftur. Gustafsson fær putta í augað. Fast snúningshögg frá Jones, olnbogi. Annar olnbogi frá Jones.

Niðurstaða: Gustafsson olli meiri skaða með þessari hægri hendi sem skar Jones. Hann tók hann líka niður en gat þó ekki nýtt sé það. Jones kom hins vegar inn miklu fleiri höggum og meiddi Gustafsson meira þó hann hafi ekki dregið blóð, þ.e. 28 af 39 höggum á móti 19 af 48 frá Gustafsson (skv. Fightmetric). Jones stjórnaði bardaganum meira og varðist betur en fellan, pressan og skurðurinn var nóg fyrir Gustafsson.

Gustafsson sigrar 10-9

UFC 165: Jones v Gustafsson

Lota 2

Gustafsson byrjar vel, grípur spark og sparkar hinn fótinn undan Gustafsson, nær fellu. Jones kemst strax upp aftur og reynir fellu en mistekst. Jones mistekst aftur fella. Gustafsson verst höggum Jones betur, er búinn að aðlagast betur. Jones kemur þó inn spörkum, einu í andlit Gustafsson. Góð högg frá báðum mönnum. Gustafsson grípur aftur fót Jones. Jones verst og reynir að taka Gustafsson niður en mistekst aftur. Fín spörk frá Jones, eitt í höfuð Gustafsson.

Niðurstaða: Aftur er það Jones sem kemur inn fleiri höggum, 26 af 42 á móti einungis 15 af 51 hjá Gustafsson. Gustafsson pressaði hins vegar meira og var duglegri. Ekki ólíkt í fyrstu var Gustafsson með eina fellu en Jones komst strax upp aftur. Jones meiddi Gustafsson (vankaði þó ekki) með olnboga og kom inn föstum spörkum. Nokkuð jöfn lota en Jones náði inn talsvert fleiri höggum og meiddi Gustafsson meira.

Jones sigrar 10-9

UFC 165: Jones v Gustafsson

Lota 3

Góð högg frá Gustafsson, hægri og upphögg. Spörkin halda áfram hjá Jones. Jones mistekst enn og aftur fella. Fast höfuðspark frá Jones. Þeir skiptast á höggum, nokkuð jafnt. Gustafsson sækir í sig veðrið með góðum höggum, Jones verst með spörkum. Fast spark frá Jones.  Gustafsson mistekst fella tvisvar en nær inn föstu sparki. Önnur misheppnuð fella frá Gustafsson.

Niðurstaða: Miklu jafnari lota en fyrstu tvær. Skv.Fightmetric náði Jones inn 29 af 42 höggum og Gustafsson 26 af 64. Bardaginn fór aldrei í gólfið, báðir vörðust fellum. Báðir náðu inn góðum höggum en högg Gustafsson virtust hafa meiri áhrif sem skilar honum lotunni.

Gustafsson sigrar 10-9

JG 4

Lota 4

Gustafsson byrjar árásagjarn, þeir skiptast á höggum, báðir koma inn góðum höggum. Jones mistekst fella. Hörð högg frá Gustafsson breyta bardaganum, Jones leggur meira í að koma Gustafsson í gólfið en mistekst. Andlit Jones er farið að bólgna, Gustafsson er hreyfanlegur. Aftur mistekst fella frá Gustafsson. Gott spark frá Jones í höfuð Gustafsson. Jones nær inn hörðum höggum sem meiða Gustafsson. Báðir virðast fegnir að lotan sé búin.

Niðurstaða: Eins og í lotu 3 er höggafjöldinn misjafn og enginn náði fellu. Jones nýtir sín högg þó betur. Jones náði inn 27 af 49 höggum en Gustafsson 26 af 60. Þetta var nokkuð jöfn lota þar sem báðir meiddu hvorn annan. Jones virtist gera aðeins meiri skaða en lotan var nálægt því að vera jöfn. Olnbogarnir og hnéð síðustu mínútuna tryggði Jones lotuna.

Jones sigrar 10-9

Jesse Ronson; Michel Prazeres

Lota 5

Gustafsson kemur inn góðum höggum. Jones svarar með sínum höggum og jafnar metin. Gustafsson mistekst fella. Jones nær Gustafsson loksins í gólfið en hann stendur strax upp. Fast höfuðspark frá Jones, annað, og annað.  Gustafsson kemur inn höggum en ekkert sem meiðir Jones. Gustafsson mistekst fella. Fleiri góð spörk frá Jones innsigla lotuna.

Niðurstaða: Mjög skýr lota Jones í vil. Höggafjöldinn var samt jafn, 24 af 45 fyrir Jones og 24 af 65 fyrir Gustafsson. Höggin frá Jones voru einfaldlega mikið betur, auk þess náði hann fellu.

Jones sigrar 10-9

UFC 165: Jones v Gustafsson

Á heildina litið náði Jones inn 134 af 217 höggum en Gustafsson 110 af 228 höggum. Báðir náðu einni fellu. Jones var nákvæmri, Gustafsson duglegri. Þetta var mjög jafn bardagi og í raun var bara sú síðast skýr og óumdeild. Það má því færa rök fyrir að báðir hafi sigrað fyrstu fjórar loturnar. Það er því ekki ósanngjarnt að skipta þeim til helminga og að Jones fái þá síðustu sem skilar þeim stigum sem tveir af þremur dómurum voru með.

Dómararnir voru allir með Jones sem sigurvegara. Stigin voru:

Richard Bertrand: 48-47 fyrir Jones.

Doug Crosby: 48-47 fyrir Jones.

Chris Lee: 49-46 fyrir Jones.

MMA Fréttir: 48-47 fyrir Jones.

Þegar bardaginn er skoðaður nánar virðist niðurstaðan vera rétt. Það er hins vegar ekkert rangt við að finnast Gustafsson hafa sigrað, sértstaklega við fyrsta áhorf þar sem hvert högg á hinn öfluga Jones kom á óvart. Einnig þegar horft er á andlit Jones eftir bardagann er auðvelt að gefa Gustafsson sigurinn.  En hvað segið þið þarna út, hver fannst ykkur hafa unnið þennan bardaga og af hverju?

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular