spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEinhenti bardagamaðurinn Nick Newell

Einhenti bardagamaðurinn Nick Newell

nickNewellNick Newell er 27 ára bardagamaður með bardagaskorið 11-0 og hefur aðeins einn bardagi með honum farið í dómaraákvörðun. Það er þó ekki bardagaskorið hans sem stendur upp úr hjá honum heldur fæðingargalli hans. Á Newell vantar nefnilega neðri hlutann af vinstri höndinni en vinstri höndin endar rétt fyrir neðan olnboga.

Þó Newell hafi fæðst einhentur hefur hann aldrei látið það stöðva sig. Einstæð móðir hans ól hann upp og taldi honum ávallt trú um að hann væri ekkert öðruvísi en önnur börn. Hann byrjaði að æfa glímu en var minnstur í liðinu og átti erfitt með að fá andstæðinga á mótum. Á sínu fyrsta móti var hann gjörsigraður af stelpu og gerður að atlægi af liðinu sínu. Á sínu fyrsta ári í glímunni vann hann aðeins tvær glímur og tapaði 22. Ekki beint glæsileg byrjun og hefðu margir efast um að þetta væri rétta íþróttin fyrir sig eftir svona árangur. Hann lét þetta ekki hafa mikil áhrif á sig og hélt ótrauður áfram. Þar sem það vantaði hluta af vinstri hönd þurfti hann að einblína á að vera enn tæknilegri en andstæðingar hans. Glímudýnurnar urðu hálfgert annað heimili fyrir Newell og voru þjálfarar hans sem feður fyrir hann. Á lokaári sínu í framhaldsskóla sigraði hann 53 glímur sem var ríkismet á þeim tíma.

Eftir að hafa horft á The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttinn sá Newell að þetta væri eitthvað sem hann yrði að prófa. Hann hóf að æfa MMA og vildi ólmur keppa en það var erfitt fyrir hann að finna andstæðinga. Fáir vildu keppa við einhentan bardagamann og ekki voru öll bardagasamtök tilbúin að leyfa honum að keppa. Margir töldu þetta vera “freak show” og það væri nú nógu erfitt fyrir að keppa í MMA með tvær hendur.

Newell reyndi fyrir sér í TUF raunveruleikaseríunni þar sem hann flaug í gegnum inntökuprófið og var í loka úrtökuhópnum áður en honum var tilkynnt um að hann fengi ekki vera með í seríunni. Dana White, forseti UFC, taldi að erfitt væri fyrir Newell að fá leyfi frá íþróttabandalögum ríkjanna til að berjast. Newell hefur síðan þá haldið áfram að sigra alla sína andstæðinga og er enn ósigraður. Hann hefur lært að nýta sér fötlun sína og er einfaldlega virkilega góður glímumaður.

tumblr_inline_mrca2lDKSs1qz4rgp

Á myndinni hér að ofan sést hvernig hann notar vinstri höndina sem krók til að klára felluna. Hann fékk nýlega svarta beltið í BJJ og aðlagar hefðbundnar hengingar á borð við “guillotine” að fötlun sinni. Fötlun hans gerir honum þó erfitt fyrir í sparkboxi. Hann á erfiðara með að verjast beinni hægri frá andstæðingum sínum (úr hefðbundinni fótastöðu) og hægri spörkum. Þetta er eitthvað sem Newell veit vel af og er stöðugt að vinna í milli bardaga.

Nick Newell mætir næst hinum ógnarsterka Justin Gaethje um WSOF léttvigtar titilinn. Ekki er víst hvenær sá bardagi verður en það er ljóst að um ramman reip verður að draga þar sem talið er að Gaethje verði einn af sterkustu léttvigtarmönnum heims innan nokkurra ára. Flestir búast við sigri Gaethje en það er nokkuð sem Newell er öllu vanur.

Newell telur sig ekki vera áhugaverða sögu í MMA heiminum eða fyrirmynd fyrir aðra, hann er bara bardagamaður. Hér að neðan má sjá nýjasta bardagann með honum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
spot_img

Most Popular