spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUppselt á bardagakvöldið í Liverpool

Uppselt á bardagakvöldið í Liverpool

Uppselt er á bardagakvöldið í Liverpool í maí. Gríðarlegur áhugi er á bardagakvöldinu en ljóst er að miðasöluvefsíður hafa tryggt sér fjöldan allan af miðum áður en miðasala hófst.

Liverpool-strákurinn Darren Till er í aðalbardaga kvöldsins gegn Stephen Thompson og er núna uppselt á bardagakvöldið. Forsala hófst í vikunni en almenn miðasala hófst í morgun og var strax uppselt. Það tók innan við klukkustund fyrir miðana að klárast en aðrir halda því fram að uppselt hafi verið eftir aðeins tvær mínútur.

Gunnar Nelson mætir Neil Magny í næstsíðasta bardaga kvöldsins en enn er hægt að fá miða á öðrum miðasöluvefsíðum á töluvert dýrara verði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular