spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUrijah Faber ætlar ekki að hætta strax

Urijah Faber ætlar ekki að hætta strax

urijah faberUrijah Faber ætlar ekki að hætta í MMA og langar að berjast áfram. Hinn 37 ára Faber íhugaði að hætta en skipti fljótt um skoðun.

Urijah Faber tapaði enn einu sinni í titilbardaga þegar Dominick Cruz varði bantamvigtartitil sinn á UFC 199. Bardaginn var nokkuð einhliða og ýjaði Faber að því að þetta hefði jafnvel verið síðasti bardaginn hans á ferlinum.

„Ég er ekki að fara að hætta. Joe Rogan spurði mig þessa erfiðu spurningu [eftir bardagann] en ég geri þetta til að vera bestur. 37 ára gamall átti ég mínar bestu æfingabúðir frá upphafi ferilsins, það var frábært,“ sagði Faber í viðtali við MMA Fighting.

„Ég veit að ég er nálægt toppnum. Ég veit ekki hvað er næst en ég ætla aðeins að slaka á en ég er klárlega ekki hættur.“

Faber vill helst bara fá áhugaverða bardaga næst. Faber er ekkert sérstaklega spenntur fyrir tilhugsuninni að mæta fyrrum vini og æfingafélaga sínum, T.J. Dillashaw. „Ég fæ slæma tilfinningu fyrir þeim bardaga þegar ég hugsa um hann. Ég verð bara leiður. Það er ekki eins og ég sé reiður yfir einhverju, þetta er allt svo skrítið.“

Faber hefur alltaf verið með nokkur járn í eldinum og á hlut í nokkrum fyrirtækjum. Hann er ekki að berjast út af fjárhagslegum ástæðum heldur vegna þess að honum finnst þetta ennþá gaman.

„Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir þessu. Í mínum fyrsta bardaga fékk ég 200 dollara fyrir að vinna. Ég var ekki að þessu þar sem ég hélt að ég yrði brjálæðislega ríkur. Það er alltaf gott að fá vel borgað en ég hugsa ekki um ávísunina fyrr en ég fæ hana í hendurnar. Þetta snýst um að keppa og að gera það sem ég elska. Ég er vissulega með mörg önnur járn í eldinum og fullt af hlutum utan bardagaheimsins, en ég hef ennþá ástríðu fyrir því sem ég er að gera og mér finnst ég ennþá vera einn af þeim bestu í heiminum. Ég ætla ekki að vera alltof lengi í þessum bransa en mig langar að fá stóra bardaga.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular