spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÚrslit á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum

Úrslit á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum fór fram í gær í Reykjanesbæ í nýjum húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness. Sjö bardagar fóru fram á mótinu í ár en hér má sjá úrslit mótsins.

Undanúrslit mótsins fóru fram kl. 11 á sunnudagsmorgni en þar var ein viðureign á dagskrá í -64 kg flokki karla. Þar sigraði Ásgrímur Egilsson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs Fannar Þór Ragnarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur eftir einróma dómaraákvörðun.

Ásgrímur keppti svo um kvöldið við Alexander Puchkov þar sem hann fór með sigur af hólmi. Sá bardagi var kjörinn besti bardagi kvöldsins og þótti hraður og skemmtilegur. Arnór Már Grímsson fékk svo Bensabikarinn eftir sigur sinn á Bjarna Ottósyni en bikarinn er afhentur þeim sem þykir hafa skarað fram úr á mótinu.

Í -81 kg flokki varð Elmar Gauti Halldórsson Íslandsmeistari eftir sigur á Hróbjarti Trausta Árnasyni. Bardaginn var mjög jafn og sigraði Elmar eftir klofna dómaraákvörðun. HFK hefur ákveðið að kæra niðurstöðu dómaranna og verður bardaginn endurskoðaður á næstu dögum af óháðum aðilum en HFK var ekki sammála niðurstöðu dómaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur verið gert í hnefaleikum á Íslandi.

Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan.

-81 kg ungmennaflokkur: David Sienda (HFR) sigraði Karl Ívar Alfreðsson (HAK) eftir einróma dómaraákvörðun.

-60 kg flokkur kvenna: Guðný Bernhard (Æsir) sigraði Tinnu Von Waage (HFK) eftir einróma dómaraákvörðun.

-64 kg flokkur karla: Ásgrímur Egilsson (HFK) sigraði Alexander Puchkov (HR) eftir einróma dómaraákvörðun.

-75 kg flokkur karla: Arnór Már Grímsson (HFR) sigraði Bjarna Ottóson (HR) eftir einróma dómaraákvörðun.

-75 kg flokkur kvenna: Kristín Sif Björgvinsdóttir (HR) sigraði Hildi Ósk Indriðadóttir eftir einróma dómaraákvörðun.

-81 kg flokkur karla: Elmar Gauti Halldórsson (HR) sigraði Hróbjart Trausta Árnason (HFK) eftir klofna dómaraákvörðun.

Mynd: Ásgeir Marteinsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular