spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 192

Úrslit UFC 192

dc gustyUFC 192 var að klárast rétt í þessu þar sem Daniel Cormier mætti Svíanum Alexander Gustafsson í fyrstu titilvörn sinni. Hér eru úrslit kvöldsins.

Upphitunarbardagar kvöldsins voru frábærir á meðan aðalhluti bardagakvöldsins stóð ekki undir væntingum. Aðalbardagi kvöldsins var þó frábær skemmtun milli tveggja stríðsmanna. Daniel Cormier tókst að verja titilinn eftir hetjulega frammistöðu beggja.

Titilbardagi í léttþungavigt: Meistarinn Daniel Cormier sigraði Alexander Gustafsson eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Ryan Bader sigraði Rashad Evans eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Ruslan Magomedov sigraði Shawn Jordan eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Joseph Benavidez sigraði Ali Bagautinov eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Julianna Pena sigraði Jessica Eye eftir dómaraákvörðun.


Upphitunarbardagar kvöldsins (Prelims)

Fjaðurvigt: Yair Rodriguez sigraði Dan Hooker eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Albert Tumenov sigraði Alan Jouban með tæknilegu rothöggi eftir 2:55 í fyrstu lotu.
Léttvigt: Adriano Martins sigraði Islam Makhachev með rothöggi eftir 1:46 í fyrstu lotu.
Strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Angela Hill með hengingu (rear naked choke) eftir 2:47 í fyrstu lotu.
Hentivigt (160 pund): Sage Northcutt sigraði Francisco Trevino með tæknilegu rothöggi eftir 0:57 í fyrstu lotu.
Fluguvigt: Sergio Pettis sigraði Chris Cariaso eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Viktor Pesta með tæknilegu rothöggi eftir 1:15 í þriðju lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Það vantaði grátlega lítið uppá að svíinn hefði unnið seinasta lotan skar út um það hefði hann verið aðeins vinnusamari og tekið sjensin hefið hann unnið í staðin var það Cormier sem gróf aðeins dýpra og slapp fyrir horn með sigurinn það sem kom mér á óvart var hvessu Cormier var í raun í miklum vndræðum með svían og allt tal um hann hefði ekki viljað fara í fellur var fyrirsláttur hann einfalega gat það ekki nema í 1 lotunni

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular