Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 192

Spá MMA Frétta fyrir UFC 192

UFC 192 fer fram í kvöld. Líkt og fyrir þessi stóru bardagakvöld spá pennar MMA Frétta í stærstu bardaga kvöldsins.

dc gusty

Daniel Cormier gegn Alexander Gustafsson

Pétur Marinó Jónsson: Finnst eins og margir séu handvissir á að Cormier sigri Gustafsson örugglega en ég er ekki sammála. Eins og hinn vitri Brendan Schaub sagði á sínum tíma „I think you’d be surprised“. Gustafsson er með góða felluvörn og mun takast að stöðva fellur Cormier. Ég held að þetta verði gríðarlega jafnt, svipað jafn bardagi og hjá Jones og Gustafsson. Hjartað segir Gustafsson en heilinn segir Cormier. Ég ætla að hlusta frekar á hjartað og held að Gustafsson taki þetta á dómaraákvörðun eftir hnífjafnan bardaga. DC sigrar tvær lotur á meðan Gustafsson tekur þrjár.

Guttormur Árni Ársælsson: Cormier er of góður fyrir Gustafsson og of sterkur glímukappi. Hann sýndi líka hvað hann er grjótharður gegn Anthony Johnson. Cormier ver titilinn örugglega. Dómaraúrskurður.

Óskar Örn Árnason: Hvað stíla varðar er þetta óheppilegur bardagi fyrir Svíann. Daniel Cormier mun koma Gustafsson í gólfið og afgreiða hann með höggum í fyrstu lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Cormier mun reyna draga Gustafsson niður í jörðina og vinna lotur með „lay’n’pray“. En ég held að Gustafsson sé tilbúinn fyrir það og geti haldið bardaganum standandi. Því spái ég Gustafsson sigri með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Högni Valur Högnason: Þetta er bardagi DC til að tapa. Gustafsson er góður en planið að halda DC frá sér og vera á hjólinu í 5 lotur er bara of mikið. DC mun ná að loka fjarlægðina, ná Gustafsson niður, þreyta hann og eftir það mun það endurtaka sig hvað eftir annað þangað til að bensínið hjá Gustafsson verður búið. Gustafsson hefur átt í erfiðleikum með wrestlera og mun einn besti wrestler í MMA sigra Gustafsson eftir dómaraákvörðun.

Daniel Cormier: Guttormur, Óskar, Högni.
Alexander Gustafsson: Pétur, Eiríkur.

ryan-bader-rashad-evans

Ryan Bader gegn Rashad Evans

Pétur Marinó Jónsson: Ég hef alltaf fílað Rashad Evans ágætlega sem manneskju. Ég held að þessi tveggja ára fjarvera hans frá íþróttinni vegna meiðsla hafi mikil áhrif á Evans. Hann er orðinn 36 ára gamall og hefur þegar íhugað að hætta. Ryan Bader sigrar eftir einróma dómaraákvörðun og Rashad Evans ákveður að hætta.

Guttormur Árni Ársælsson: Rashad Evans er svo ótrúlega misjafn að ég þori eiginlega ekki að spá honum sigri, þó hann sé eflaust betri alhliða bardagakappi en Bader. Bader sigrar með villtu rothöggi.

Óskar Örn Árnason: Rashad Evans kemur sterkur til baka og afgreiðir Bader með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Hljómar ekkert svakalega spennandi á pappír allaveganna. Evans lítur þó vel út þessa dagana og ætti að fara létt með Bader. Spái Evans sigri með rothöggi í fyrstu lotu.

Högni Valur Högnason: Rashad er of góður fyrir Bader. Hann mun vinna með pressu, hraða og svo er hann einfaldlega betri íþróttamaður. Rashad DEC.

Ryan Bader: Pétur, Guttormur.
Rashad Evans: Óskar, Eiríkur, Högni.

shawn jordan ruslan magomedov

Shawn Jordan gegn Ruslan Magomedov

Pétur Marinó Jónsson: Það er alltaf erfitt að spá í þungavigt því stundum er bara spurning um hvor hittir fyrst. Ég held samt að Shawn Jordan sé líklegri til að lenda bombunni. Jordan sigrar eftir rothögg í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Shawn Jordan er mikill rotari en er líka duglegur í að láta rota sig. Ruslan er með Dagestani blóðið sér í hag og sigrar eftir dómaraúrskurð.

Óskar Örn Árnason: Köstum upp á krónu og spáum Shawn Jordan sigri á rothöggi í fyrstu lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Annað hvort rotar Jordan Magomedov í fyrstu lotu eða tapar á dómaraákvörðun. Ég spái því fyrra, Jordan með rothögg í fyrstu lotu.

Högni Valur Högnason: Magomedov er enn einn hlekkurinn í Rússnensku MMA innrásinni. Hann vinnur Jordan sem er mjög góður en lætur í minni pokann fyrir betri helming þungavigtardeildarinnar.

Shawn Jordan: Pétur, Óskar, Eiríkur.
Ruslan Magomedov:  Guttormur, Högni.

Eye-Pena

Jessica Eye gegn Julianna Peña

Pétur Marinó Jónsson: Ég hef trú á Peña. Þetta verður erfiður bardagi fyrir hana en ég held að hún komi til með að standa uppi sem sigurvegari gegn Eye. Jessica Eye er hörð en ég held að Peña sigri eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Juliana Peña á eftir að gera góða hluti á næstunni. Hún nær Eye í gólfið og klárar bardagann með armbar úr mount eftir smá ground and pound.

Óskar Örn Árnason: Julianna Peña sigrar á tæknilegu rothöggi eftir ground and pound, önnur lota.

Eiríkur Níels Níelsson: Peña er klárlega með þetta og á eftir að ná Eye niður í hverri lotu og sigra með yfirburðum á dómaraákvörðun.

Högni Valur Högnason: Peña mun taka þetta. Þegar Ronda Rousey er búin að sigra Holm og Tate aftur er Peña stór bardagi. Var í andstæðu liði í TUF, er æfingafélagi Tate og er að vinna sig inn á topp 10. Hefði viljað sjá hana fá aðeins minna nafn því hún þarf að laga recordið sitt, en að sigra Eye og einn í viðbót, smá markaðsetningu frá UFC og við erum kominn með nýjan titil áskorenda.

Julianna Peña: Pétur, Guttormur, Óskar, Eiríkur, Högni.
Jessica Eye: ..

Upphaflega ætluðum við að spá í alla bardagana á aðalhluta bardagakvöldsins en þar sem Hendricks og Woodley bardaginn datt út í gær gafst ekki tími til að spá í bardaga Bagautinov og Benavidez.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Svíinn vinnur þetta verður kvöldið hans, seinasta tapa hans var slysatap allir geta lent í því vera tekin kaldir í bólinu með skalla og hnefa Cormier hefur sannarlega verið að bæta sig en Svíinn mun koma á óvart ég trúi því.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular