Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 192

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 192

ufc 192

Annað kvöld fer UFC 192 fram í Houston í Texas. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í léttþungavigt milli Svíans Alexander Gustafsson og Bandaríkjamannsins Daniel Cormier. Auk þess mætir Ryan Bader gömlu hetjunni Rashad Evans og Joseph Benavidez mætir Ali Bagautinov.

  • Nær Cormier að verja beltið aftur? Alexander Gustafsson var erfiðasta prófraun Jon Jones þegar hann var með léttþungavigtarbeltið. Að vísu segja sögurnar að Jones hafi ekki tekið bardagann alvarlega og því lítið undirbúið sig. Það verður engu að síður mjög fróðlegt að sjá hvort Gustafsson tekst að standa í Cormier.
  • Getur Gustafsson stöðvað fellurnar? Cormier sýndi mikla hörku þegar hann varði beltið gegn Anthony Johnson og er án vafa enn besti glímumaður deildarinnar. Stóra spurningin sem brennur á öllum er: Getur Gustafsson komið í veg fyrir að Cormier stjórni því hvar bardaginn fer fram? Evrópubúar eru almennt taldir eftirbátar Bandaríkjamanna þegar kemur að glímuhæfni og Gustafsson er svo sannarlega enginn ólympíufari í glímu eins og Cormier. Gustafsson tókst samt að vera fyrstur til að setja Jones í gólfið og er án efa búinn að vinna mikið í felluvörninni fyrir þennan bardaga. Hann hefur auk þess mikið lengri faðm og betri höggtækni en Cormier. Takist Gustafsson að halda Cormier frá sér með beinum höggum og spörkum, verjast fellum og neyða Cormier í sparkbox-bardaga á hann góða möguleika á sigri.
  • Endurkoma Rashad Evans: Evans hefur í 10 ár verið einn af bestu bardagamönnum heims. Hann rotaði Chuck Liddell eftirminnilega og tók léttþungavigtarbeltið árið 2008 en hefur aldrei aftur náð sömu hæðum. Hann hefur núna verið frá vegna meiðsla síðustu tvö ár. Það verður því mjög spennandi að sjá hvernig Evans farnast eftir tveggja ára fjarveru frá búrinu þegar hann mætir Ryan Bader. ‘Darth’ Bader hefur verið á mikilli siglingu undanfarnið og sigrað fjóra bardaga í röð. Sigurvegarinn í þessum bardaga stimplar sig rækilega inni í titilbaráttuna í léttþungavigt.
  • Joe-Jitsu gegn höggkóngnum: Ali „Puncher King“ Bagautinov er nú búinn að afplána keppnisbannið sitt en hann féll á lyfjaprófi eftir titilbardaga gegn Demetrious Johnson. Hann mætir öðrum manni sem er einn sá besti í fluguvigt, Joseph Benavidez. Benavidez hefur sjálfur unnið þrjá bardaga í röð eftir tap gegn Johnson og sigur í þessum bardaga myndi gera mikið til að koma viðkomandi mjög framarlega í þeirri fámennu röð sem bíður eftir titiltækifæri í fluguvigt.
  • Verður Peña næsti andstæðingur Rousey? Julianna Peña er ein besta vinkona Miesha Tate og þær eru óvinir Ronda Rousey. Peña meiddist illa eftir að hún vann TUF, þar sem hún var í liði Tate gegn liði Rousey. Hún var í burtu í tvö ár en sneri aftur í apríl og valtaði yfir Miliana Dudeva og fékk bónus fyrir frammistöðuna. Peña er greinilega einn hættulegasti keppandinn í þyngdarflokknum og ef hún heldur áfram á sömu braut styttist í titilbardaga gegn Rousey. Mótherji hennar, Jessica Eye, tapaði fyrir Miesha Tate í síðasta bardaga sínum en hún er langreyndasti og hættulegasti mótherji Peña til þessa. Þessi bardagi verður því mikilvægt próf fyrir þær báðar.
  • Sæti strákurinn með flottu spörkin: Mikið hefur verið talað um hinn 19 ára gamla Sage Northcutt, sem keppir í sínum fyrsta UFC bardaga annað kvöld. Hann hefur unnið fimm fyrstu bardaga sína og er þekktur fyrir brjáluð spörk og að vera rosalega sætur. Dana White fjallaði um það þegar hann uppgötvaði Northcutt í nýja þættinum sínum, „Looking for a Fight“ og Nortcutt hefur í kjölfarið fengið mikla umfjöllun. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann umber alla athyglina og þrýstinginn á stóra sviðinu en hann mætir Francisco Trevino. Trevino er 14 árum eldri og meira en tvöfalt reyndari bardagamaður með 12 sigra og eitt tap.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 á Fight Pass rás UFC:

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular