spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 193 - Ótrúlegt kvöld

Úrslit UFC 193 – Ótrúlegt kvöld

ufc 193UFC 193 var að ljúka rétt í þessu en bardagakvöldið fór fram í Ástralíu. Óhætt er að segja að bardagakvöldið hafi verið mögnuð upplifun fyrir áhorfendur.

Einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA litu dagsins ljós í kvöld. Holly Holm gerði sér lítið fyrir og steinrotaði Rondu Rousey! Holm átti frábæra frammistöðu og sigraði fyrstu lotuna örugglega. Rousey tókst ekki að króa Holm af upp við búrið og Holm svaraði stöðugt með beinni vinstri. Í 2. lotu féll Rousey við og þegar hún stóð upp smellti Holm einu hásparki sem steinrotaði ofurstjörnuna.

Holly Holm KO Ronda Rousey
Holly Holm rotar Ronda Rousey

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt kvenna: Holly Holm sigraði Rondu Rousey með haussparki eftir 0:59 í 2. lotu
Strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk sigraði Valerie Létournaou eftir einróma dómaraákvörðun.
Þungavigt: Mark Hunt sigraði Antonio ‘Bigfoot’ Silva með tæknilegu rothöggi eftir 3:41 í fyrstu lotu.
Millivigt: Robert Whittaker sigraði Uriah Hall eftir einróma dómaraákvörðun.
Þungavigt: Jared Rosholt sigraði Stefan Struve eftir einróma dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar kvöldsins:

Léttvigt: Jake Matthews sigraði Akbarh Arreola með tæknilegu rothöggi eftir 2. lotu.
Veltivigt: Kyle Noke sigraði Peter Sobotta með tæknilegu rothöggi eftir 2:01 í fyrstu lotu.
Léttþungavigt: Gian Villante sigraði Anthony Perosh með rothöggi eftir 2:56 í fyrstu lotu.
Fluguvigt: Danny Martinez sigraði Richie Vaculik eftir einróma dómaraákvörðun.
Millivigt: Dan Kelly sigraði Steve Montgomery eftir einróma dómaraákvörðun.
Veltivigt: Richard Walsh sigraði Steve Kennedy eftir einróma dómaraákvörðun.
Veltivigt: James Moontasri sigraði Anton Zafir með tæknilegu rothöggi eftir 4:36 í fyrstu lotu.
Fluguvigt: Ben Nguyen sigraði Ryan Benoit með uppgjafartaki eftir 2:35 í fyrstu lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Það fór eins og mig grunaði í nótt fór fram einn stæðsti bardagi í sögu UFC og sennilega ein óvæntustu úrslitin í sögu sambandsins Holly Holm gerði það sem þurfti hélt Rondu frá sér með briljant höggum og það voru hæfileikar hennar sem hnefleikakappa og undraverð rósemi og frábært leikskipulag högginn henar voru öll tímasett af manneskju sem hafið allt sitt á hreinu þessi högg sem gerðu útum bardagan voru bein og hnitmiðuð það voru þessi högg sem opnuðu leiðina fyrir hásparkið en hún endaði leikin með hásparki sem rotaði Rondu Ronda virkaði ráðvilt snemma í 1 lotu eftir að Hlloy Holm hélt henni frá sér með vinstri stungum hægri beinni og olnboga sem og frábærum fótaburði þjálfri Holly er engin ekki aukvissi framistaða hennar var nánast óaðfinnanleg niður staðan er sú Holly Holm var einfalega miklu miklu betri á öllum sviðum bardagans og í þessum bardaga kom í ljós hvað vantar mikið enþá uppá hjá rondu nema þá hún hafi verið svona ílla undirbúin sem ég á bágt með að trúa það kemur núna í ljós úr hverju hún er gerð og mögulega fær þjálfarinn að fjúka hann er ekki vinna vinnuna sína ef þetta var planið þá var það hreint út sagt ömurlegt annað henni var kaltt á höndum þegar hún kom inni hringin var að blása í lófan sem þíddi hún var rosa stressuð eftir fyrstu lotu andaði hún með galopin munnin meðan að Holly sat poll róleg og andaði rólega gegnum nefið Holly Holm var í kvöld með svipaða yfirburði gegn Rondu og Ronda hefur haft gegn öðrum konum frábær kvöld .

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular