Tuesday, July 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 218

Úrslit UFC 218

UFC 218 fór fram í Detroit í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Max Holloway og Jose Aldo en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Max Holloway kláraði Jose Aldo aftur með höggum í 3. lotu líkt og hann gerði er þeir mættust fyrst í sumar. Þar með hefur hann unnið 12 bardaga í röð sem er hreinlega magnað.

Francis Ngannou olli ekki vonbrigðum og tryggði sér titilbardaga gegn Stipe Miocic með því að rota Alistair Overeem í 1. lotu. Bardagi Justin Gaethje og Eddie Alvarez olli ekki heldur vonbrigðum og var einfaldlega magnaður.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway sigraði José Aldo með tæknilegu rothöggi eftir 4:51 í 3. lotu.
Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Alistair Overeem með rothöggi eftir 1:42 í 1. lotu.
Fluguvigt: Henry Cejudo sigraði Sergio Pettis eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Eddie Alvarez sigraði Justin Gaethje með tæknilegu rothöggi eftir 3:59 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Tecia Torres sigraði Michelle Waterson eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Paul Felder sigraði Charles Oliveira með tæknilegu rothöggi eftir 4:06 í 2. lotu.
Veltivigt: Yancy Medeiros sigraði Alex Oliveira með tæknilegu rothöggi eftir 2:02 í 3. lotu.
Léttvigt: David Teymur sigraði Drakkar Klose eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Felice Herrig sigraði Cortney Casey eftir klofna dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Amanda Cooper sigraði Angela Magaña með tæknilegu rothöggi eftir 4:34 í 2. lotu.
Veltivigt: Abdul Razak Alhassan sigraði Sabah Homasi með tæknilegu rothöggi eftir 4:21 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Dominick Reyes sigraði Jeremy Kimball með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:39 í 1. lotu.
Þungavigt: Justin Willis sigraði Allen Crowder með rothöggi eftir 2:33 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular