Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Machida

Úrslit UFC Fight Night: Brunson vs. Machida

UFC var með bardagakvöld í Sao Paulo í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Derek Brunson mæta Lyoto Machida.

Þetta var fyrsti bardagi Lyoto Machida eftir að tveggja ára keppnisbanni hans lauk. Það gekk ekki vel hjá honum í endurkomunni og rotaði Brunson hann þegar 1. lota var hálfnuð. Þetta var þriðja tap Machida í röð en öll eru þau eftir rothögg. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Derek Brunson sigraði Lyoto Machida með rothöggi eftir 2:30 í 1. lotu.
Veltivigt: Colby Covington sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun (29-27, 30-27, 30-26).
Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Rob Font með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:03 í 1. lotu.
Léttvigt: Francisco Trinaldo sigraði Jim Miller eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Millivigt: Thiago Santos sigraði Jack Hermansson með tæknilegu rothöggi eftir 4:59 í 1. lotu.
Bantamvigt: John Lineker sigraði Marlon Vera eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).

Fox Sports 2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Vicente Luque sigraði Niko Price með uppgjafartaki (brabo choke) eftir 4:08 í 2. lotu.
Millivigt: Antônio Carlos Júnior sigraði Jack Marshman með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:30 í 1. lotu.
Léttvigt: Jared Gordon sigraði Hacran Dias eftir dómaraákvörðun (29-26, 29-27, 30-26).
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Max Griffin eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-27, 29-28).

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraði Jarred Brooks eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 29-28).
Þungavigt: Marcelo Golm sigraði Christian Colombo með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:08 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular