Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaTvöfalt silfur hjá Magnúsi Loka í London

Tvöfalt silfur hjá Magnúsi Loka í London

Þeir Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Eyþórsson kepptu á London Warriors Cup í brasilísku jiu-jitsu í dag. Magnús kemur heim með tvöfalt silfur.

Mótið fór fram í London í dag en keppt var bæði í gi (í galla) og nogi (án galla) en byrjað var á að keppa í galla. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson keppti í -82 kg flokki fjólublábeltinga og Bjarki í -76 kg flokki blábeltinga.

Í fyrstu glímu Magnúsar náði hann að klára mótherjann með hengingu. Eftir um það bil fjórar mínútur náði hann bakinu á andstæðingnum og kláraði með hengingu með gallanum. Hann var fyrir vikið kominn í úrslit en tapaði þar eftir Kimura lás eftir þrjár mínútur af glímunni. Að sögn Magnúsar var andstæðingurinn sprækur glímumaður sem vann til verðlauna á Evrópumeistaramótinu í jiu-jitsu fyrr á þessu ári.

Í nogi var Magnús meira á heimavelli. Allir af þeim sem kepptu í gallanum kepptu einnig í nogi en einn bættist þó við. Sá kom ferskur inn gegn Magnúsi en Magnús kláraði hann engu að síður á stigum, 7-0. Í úrslitum mætti hann aftur sama andstæðingi og í úrslitunum í gi. Magnús gerði smávægileg mistök þar sem urðu til þess að andstæðingurinn náði bakinu á honum og að lokum „rear naked choke“ hengingu. Tvöfalt silfur því niðurstaðan hjá Magnúsi í dag.

Bjarki Eyþórsson tapaði sinni fyrstu glímu í gallanum á stigum. Mótherjinn endaði á að vinna flokkinn og sýndi góð tilþrif. Í nogi var Bjarki að vinna sína glímu 10-0 en gerði mistök sem urðu til þess að andstæðingurinn náði hendi Bjarka og kláraði með armlás.

Strákarnir náðu ekki að keppa í opna flokkinum enda eiga þeir flug heim í kvöld. Magnús fékk að flýta verðlaunaafhendingunni fyrir sinn flokk til að geta yfirgefið svæðið og voru strákarnir í hans flokki samþykktir því. Magnús tók því á móti verðlaununum, skellti sér í sturtu og svo beint út á flugvöll.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular