spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Korean Zombie vs. Rodriguez

Úrslit UFC Fight Night: Korean Zombie vs. Rodriguez

UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Denver í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Chan Sung Jung og Yair Rodriguez en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var 25 ára afmælisviðburður UFC. Fyrsta bardagakvöld UFC var haldið í Denver þann 12. nóvember 1993 og mátti sjá gömlu grafíkina og gamla merki UFC á dúkinum í búrinu.

Bardagarnir sjálfir voru skemmtilegir en aðalbardagi kvöldsins var ótrúlegur. Yair Rodriguez var að tapa á stigum en þegar ein sekúnda var eftir af fimm lotu bardaganum tókst honum að rota Chan Sung Jung! Ótrúlegur endir og verður þetta sennilega rothögg ársins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Yair Rodriguez sigraði Chan Sung Jung með rothöggi eftir 4:59 í 5. lotu.
Veltivigt: Donald Cerrone sigraði Mike Perry með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:46 í 1. lotu.
Hentivigt (138 pund): Germaine de Randamie sigraði Raquel Pennington eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttvigt: Beneil Dariush sigraði Thiago Moisés eftir dómaraákvörðun (30-25, 30-25, 30-26).
Strávigt kvenna: Maycee Barber sigraði Hannah Cifers með tæknilegu rothöggi eftir 2:01 í 2. lotu.
Léttvigt: Mike TrizanosigraðiLuis Peña eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 30-27).

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Ashley Yoder sigraði Amanda Cooper eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Bobby Moffett sigraði Chas Skelly með tæknilegu uppgjafartaki eftir 2:43 í 2. lotu.
Léttvigt: Davi Ramos sigraði John Gunther með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:51 í 1. lotu.
Léttvigt: Devonte Smith sigraði Julian Erosa með rothöggi eftir 46 sekúndur í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Eric Shelton sigraði Joseph Morales eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Mark de la Rosa sigraðiJoby Sanchez eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular