Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Reyes vs. Prochazka

Úrslit UFC Fight Night: Reyes vs. Prochazka

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Dominick Reyes og Jiri Prochazka.

Það var mikið fjör í aðalbardaga kvöldsins. Jiri byrjaði af miklum krafti og pressaði Reyes stíft með miklum fjölda högga. Jiri var að hitta vel með fjölbreyttum árásum og var Reyes í vandræðum. Reyes náði fellu í 1. lotu en Jiri komst aftur á fætur skömmu síðar. Þeir héldu áfram að skiptast á höggum þar sem Reyes náði nokkrum höggum sjálfur en Jiri var með yfirhöndina.

Sami hraði hélt áfram í 2. lotu og var Jiri ekkert á því að hægja á sér. Pressan var greinilega farin að taka sinn toll á Reyes og var farið að hægjast á honum og nefið sennilega brotið. Reyes náði þó góðri beinni vinstri sem vankaði Jiri og fór Jiri strax í fellu en Reyes reyndi „guillotine“ hengingu. Jiri varðist hengingunni í gólfinu og komst aftur upp þar sem hann hélt áfram að pressa Reyes með ógrynni högga. Jiri tókst síðan að hitta Reyes með olnboga og svo öðrum svakalegum snúningsolnboga upp við búrið í lok 2. lotu og féll Reyes kylliflatur í gólfið. Svakalegt rothögg hjá Jiri Prochazka!

Þetta er aðeins í 3. sinn í sögu UFC sem við sjáum rothögg eftir snúnings olnboga. Svakalegt rothögg sem verður eflaust ofarlega á listum yfir rothögg ársins.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við reynsluboltann Cub Swanson mæta Giga Chikadze. Eftir gott vinstra spark í lifrina frá Chikadze féll Swanson niður og kláraði Chikadze bardagann með höggum í gólfinu. Chikadze er núnar 6-0 á ferli sínum í UFC og er að sýna að hann er nafn sem vert er að taka eftir.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Jiří Procházka  sigraði Dominick Reyes með rothöggi (spinning back elbow) eftir 4:29 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Giga Chikadze sigraði Cub Swanson með tæknilegu rothöggi (body kick and punches) eftir 1:03 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Ion Cuțelaba og Dustin Jacoby háðu jafntefli (28–29, 29–28, 28–28).
Millivigt: Sean Strickland sigraði Krzysztof Jotko eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Bantamvigt: Merab Dvalishvili sigraði Cody Stamann eftir dómaraákvörðun (30–27, 29–28, 29–28).

ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Luana Pinheiro sigraði Randa Markos eftir að Markos var dæmd úr leik (illegal upkick) eftir 4:16 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: T.J. Brown sigraði Kai Kamaka III eftir klofna dómaraákvörðun (27–30, 29–28, 29–28).
Hentivigt (128,5 pund): Luana Carolina sigraði Poliana Botelho eftir klofna dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Loma Lookboonmee sigraðiSam Hughes eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Andreas Michailidis sigraði KB Bhullar eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Felipe Colares sigraði Luke Sanders eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular