spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit: UFC Fight Night: Stephens vs. Choi

Úrslit: UFC Fight Night: Stephens vs. Choi

UFC var með ágætis bardagakvöld í St. Louis í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jeremy Stephens og Doo Ho Choi.

Jeremy Stephens sigraði Doo Ho Choi í aðalbardaga kvöldsins eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Þetta var hans fyrsti sigur eftir rothögg síðan 2013 og hefur hann nú unnið tvo bardaga í röð en það hefur ekki gerst síðan 2014.

Jessica-Rose Clark sigraði svo Paige VanZant eftir dómaraákvörðun í næstsíðasta bardaga kvöldsins en eftir bardagann kom í ljós að VanZant handleggsbrotnaði í 1. lotu. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Jeremy Stephens  sigraði Doo Ho Choi með tæknilegu rothöggi eftir 2:36 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Jessica-Rose Clark sigraði Paige VanZant eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Kamaru Usman sigraði Emil Weber Meek eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Darren Elkins sigraði Michael Johnson með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:22 í 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttvigt: James Krause  sigraði Alex White eftir dómaraákvörðunþ
Léttvigt: Polo Reyes sigraði Matt Frevola með rothöggi eftir 1 mínútu í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Irene Aldana sigraði Talita Bernardo eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Kyung Ho Kang sigraði Guido Cannetti með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 4:53 í 1. lotu.

Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Jessica Eye sigraði Kalindra Faria eftir klofna dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: JJ Aldrich sigraði Danielle Taylor eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (150 pund): Mads Burnell sigraði Mike Santiago eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular