spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC on Fox: Weidman vs. Gastelum

Úrslit UFC on Fox: Weidman vs. Gastelum

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld á Long Island í New York í kvöld. Chris Weidman og Kelvin Gastelum mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Eftir erfiða tíma komst Chris Weidman aftur á sigurbraut. Weidman var kýldur niður í lok 1. lotu og var útlitið ekki bjart. Hann átti hins vegar frábæra 2. og 3. lotu og stjórnaði Gastelum í gólfinu. Weidman náði glæsilegum „arm-triangle“ í 3. lotu og vann sinn fyrsta bardaga síðan í maí 2015. Hér að neðan má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Chris Weidman sigraði Kelvin Gastelum með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:46 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Darren Elkins sigraði Dennis Bermudez eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Patrick Cummins sigraði Gian Villante eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Jimmie Rivera sigraði Thomas Almeida eftir dómaraákvörðun.

Fox upphitunarbardagar

Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Lyman Good eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Eryk Anders sigraði Rafael Natal með rothöggi eftir 2:54 í 1. lotu.
Veltivigt: Alex Oliveira sigraði Ryan LaFlare með rothöggi eftir 1:50 í 2. lotu.
Þungavigt: Chase Sherman sigraði Damian Grabowski eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Fjaðurvigt: Jeremy Kennedy sigraði Kyle Bochniak eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Brian Kelleher með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:18 í 1. lotu.
Þungavigt: Júnior Albini sigraði Timothy Johnson með tæknilegu rothöggi eftir 2:51 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Godofredo Pepey  eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Chris Wade sigraði Frankie Perez eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular