0

Nú getur þú fengið þér þín eigin „F*ck You“ jakkaföt eins og Conor

Jakkaföt Conor McGregor á fyrsta blaðamannafundinum á fjölmiðlatúr Conor McGregor og Floyd Mayweather vöktu mikla athygli. Svo kölluð „F*ck You“ jakkaföt eru nú fáanleg hjá klæðskeranum.

Þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather voru á sérstökum fjölmiðlatúr á dögunum fyrir boxbardaga þeirra í ágúst. Þar gekk ýmislegt á en eitt það eftirminnilegasta á blaðamannafundinum voru jakkaföt Conor á fyrsta blaðamannafundinum. Við fyrstu sýn litu þetta út fyrir að vera ósköp venjuleg teinótt jakkaföt en þegar betur var að gáð mátti sjá „F*ck You“ skrifað í fötin.

Klæðskerinn sem hannaði og saumaði fötin, David August, hefur nú gert þau aðgengileg fyrir alla. Gríðarleg eftirspurn var eftir fötunum og ætlar August nú að anna eftirspurninni.

„Stuttu eftir að Conor klæddist jakkafötunum fór ég að fá skilaboð og símtöl frá viðskiptavinum okkar sem vildu fá sömu föt. Við munum framleiða takmarkað magn sem verða númeruð og árituð af mér og aðeins ætluð fáeinum útvöldum,“ sagði hönnuðurinn August í samtali við GQ tímaritið.

Jakkafötin munu kosta 6500 dollara eða um 684.000 íslenskar krónur. August segir að það muni taka hann 12 til 15 vikur að klára fötin.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply