0

Luke Rockhold mætir David Branch

Luke Rockhold er loksins á leið aftur í búrið eftir langa fjarveru. Rockhold mætir David Branch í aðalbardaga kvöldsins þann 16. september í Pittsburgh.

Þetta var tilkynnt á UFC bardagakvöldinu í nótt en UFC tilkynnti sex aðra bardaga. Þar á meðal má nefna viðureign Kamaru Usman og Sergio Moraes, Uriah Hall gegn Krzysztof Jotko og Hector Lombard gegn Anthony Smith.

Luke Rockhold hefur ekkert barist síðan hann tapaði millivigtarbeltinu til Michael Bisping í júní í fyrra. Rockhold átti að mæta Ronaldo ‘Jacare’ Souza í nóvember en meiddist og hefur lítið sést til hans síðan. Rockhold hefur aðeins látið í sér heyra og lýst yfir óánægju með stöðuna í millivigtinni og þá sérstaklega þegar til stóð að Bisping átti að mæta Georges St. Pierre.

Þessi bardagi kemur þó nokkuð á óvart þar sem David Branch er í 9. sæti á styrkleikalistanum og ekki beint einhver sem aðdáendur vildu sjá í stórum bardaga. Branch er fyrrum WSOF millivigtar- og léttþungavigtarmeistari en snéri aftur í UFC í maí með sigri á Krzysztof Jotko. Sá bardagi þótti ekki skemmtilegur en öll getum við þó glaðst yfir því að sjá Rockhold aftur í búrinu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply