Utan búrsins er liður þar sem við fáum að kynnast bardagafólkinu okkar aðeins betur. Egill Øydvin Hjördísarson keppir fyrir hönd Mjölnis og hefur sigrað alla þrjá MMA bardaga sína. Egill gaf okkur færi á að kynnast sér aðeins betur utan búrsins.
Egill hefur klárað tvo bardaga í fyrstu lotu – einn bardaga með hengingu og annan með rothöggi eftir sjö sekúndur. Egill keppir í millivigt (84 kg) en við áttum gott viðtal við hann fyrr á árinu þar sem hann talaði m.a. um slæma fortíð hans og heilbrigt líferni.
Uppáhalds matur? Steik með engu meðlæti, ekkert sem jafnast á við það
Uppáhalds veitingastaður? Lifandi Markaður
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Family Guy, hef örugglega horft á allar seríurnar 10 sinnum
Besta bíómynd sem gerð hefur verið? Lion King 1
Uppáhalds hljómsveit? Vinnie Paz
Hvaða íþrótt myndir þú aldrei æfa? Fótbolta
Hver eru áhugamál utan MMA og hvernig sinnirðu þeim? Ég hef haug af áhugamálum svo sam nám, skotveiðar, racer-hjólreiðar, hlaup og margt annað og er virkur að sinna áhugamálum með vinum þegar tími gefst
Hvernig finnst þér best að slaka á? Heima með kærustunni að horfa á góða mynd eða þátt
Uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Mánudagar, alltaf gaman að sjá hvað vikan hefur í för með sér
Hvor myndi vinna í MMA bardaga, Bruce Lee eða Muhammad Ali og af hverju? Bruce Lee, hann myndi sparka Ali í tvennt
Ertu með tattú? Já er með 7 stykki.
Hvað leiddi þig út í bardagaíþróttir? Langaði að komast í betra form og læra að verja mig
Hvað fer í taugarnar á þér í fari fólks? Neikvæðni og þegar fólk segir „ég get það ekki“ því allir geta allt sem þeir vilja ef rétt hugarfar er til staðar
Vandræðalegasta augnablik ævi þinnar? Það er örugglega þegar ég kallaði kærustuna mína nafni fyrrverandi kærustunnar fyrir framan alla fjölskylduna hennar. Ég varð svo að útskýra fyrir öllum hver sú manneskja var..