spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUtan búrsins: Magnús Ingi Ingvarsson

Utan búrsins: Magnús Ingi Ingvarsson

Utan búrsins er liður hér á MMA fréttum þar sem lesendum gefst færi á að kynnast bardagafólkinu okkar betur. Magnús Ingi Ingvarsson er einn af fjórum Íslendingum sem mun keppa á Cage Contender 18 þann 26. apríl næstkomandi. Magnús mætir Jamie O’Neil og verður þetta fyrsti bardagi Magnúsar í léttvigt.

Magnús Ingi

Nafn? Magnús Ingi Ingvarsson.

Aldur? Tvítugur.

Hjúskaparstaða? Á föstu.

Uppáhalds matur? Klárlega pítsa.

Uppáhalds veitingastaður? Vegamót og Gló eru í miklu uppáhaldi.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Friends klikkar aldrei.

Besta bíómynd sem gerð hefur verið? Ég segi The Hobbit

Uppáhalds hljómsveit? Allt sem hljómar vel bara.

Hvaða íþrótt myndir þú aldrei æfa? Ég held ég myndi gefa öllum íþróttum séns, nema kannski skíðagöngu, mér finnst það hundleiðinlegt.

Hver eru áhugamál utan MMA og hvernig sinnirðu þeim? Snjóbretti, bílar, hjól og flest allar jaðaríþróttir. Ég bý alltaf til tíma til að leika mér.

Hvernig finnst þér best að slaka á? Hlusta á góða tónlist, vera með félögunum eða kærustu.

Uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Föstudagar, þá byrjar fríið frá vinnu

Ertu með tattú? Nei því miður.

Hvaða skoðun hefurðu á fjárlagafrumvarpinu? Mér finnst það fínt lag.

Hvað leiddi þig út í bardagaíþróttir? Ég byrjaði sem unglingur að fikta við MMA en hafði svo sem enga hugmynd um hvað MMA var. Svo var það nokkrum árum seinna sem Bjarki Þór, eldri bróðir minn, dró mig aftur inn í þetta og ég hef ekki getað hætt síðan.

Hvað fer í taugarnar á þér í fari fólks? Egóið.

Vandræðalegasta augnablik ævi þinnar? Ég lendi í einhverju vandræðalega á hverjum degi en það versta sem ég man eftir var þegar ég kallaði kennarann minn í grunnskóla “mamma”.

Besta pick up línan? How you doin ?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular