spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVadim Nemkov rotaði Ryan Bader og er nýr Bellator meistari

Vadim Nemkov rotaði Ryan Bader og er nýr Bellator meistari

Bellator 244 fór fram í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Vadim Nemkov og Ryan Bader.

Ryan Bader var taplaus í 6 bardögum í Bellator og var fyrir bardagann bæði ríkjandi meistari í léttþungavigt og þungavigt. Hann mætti Vadim Nemkov um léttþungavigtarbeltið í nótt en það var hans fyrsta titilvörn í léttþungavigt síðan í nóvember 2017.

Nemkov sparkaði Bader niður með hásparki í 2. lotu og fylgdi eftir með tugi högga. Dómarinn gaf Bader nægan tíma til að koma sér úr stöðunni og reyndi Bader eins og hann gat til að lifa af þar til dómarinn hafði séð nóg. Nemkov er því nýr léttþungavigtarmeistari Bellator

Sjá má brot af því besta af kvöldinu hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular