spot_img
Monday, January 13, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJValentin Fels keppir á Polaris um helgina

Valentin Fels keppir á Polaris um helgina

Valentin Fels Camilleri keppir á Polaris 19 glímukvöldinu um helgina. Þetta verður í fyrsta sinn sem Valentin keppir hjá Polaris.

Valentin er franskur glímumaður sem hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin 6 ár. Valentin er svart belti í BJJ undir Gunnari Nelson og æfir og þjálfar í Mjölni. Hann er einnig með sinn eigin BJJ klúbb á Akranesi, Brimir BJJ, en klúbburinn hóf göngu sína í fyrra.

https://www.youtube.com/watch?v=yRS50dnVAaw

Polaris er ein stærsta glímukeppni Evrópu en þar er fremstu glímumönnum- og konum heims boðið að keppa í ofurglímum. Þar hafa þekktir glímumenn- og konur keppt innbyrðis sem og keppendur frá UFC. Halldór Logi Valsson keppti þar 2019 og var hann fyrsti Íslendingurinn til að keppa hjá Polaris.

Á laugardaginn mætir Valentin hinum enska Eoghan O’Flanagan en hann vann sinn flokk á ADCC European Trials í fyrra.

Fyrsta glíman á Polaris 19 hefst kl. 15:30 en aðalhluti glímukvöldsins hefst kl. 18:00. Valentin er í 3. glímunni á aðalhluta glímukvöldsins en allar glímurnar eru sýndar á Fight Pass rás UFC.

https://www.youtube.com/watch?v=9fsQOgpsDAM
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið