Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJHátt í 90 keppendur á Mjölnir Open 16 um helgina

Hátt í 90 keppendur á Mjölnir Open 16 um helgina

Mjölnir Open 16 fer fram á laugardaginn. Mótið er sterkasta uppgjafarglímumót landsins og eru 87 keppendur skráðir til leiks á mótið.

Mjöln­ir Open er elsta BJJ-mót lands­ins enda hef­ur það verið haldið ár­lega frá ár­inu 2006, að und­an­skildu ár­inu 2020 þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn kom í veg fyr­ir móta­hald. Þetta er því einn stærsti viðburður ársins í íslensku BJJ senunni. Keppt er án galla (nogi) og er hægt að vinna með uppgjafartaki eða á stigum.

87 keppendur frá 6 félögum eru skráðir til leiks í ár og er þetta næstmesti fjöldi keppenda í sögu mótsins. Sterkir keppendur eru skráðir til leiks á mótið á borð við Kristján Helga Hafliðason, Bjarka Þór Pálsson, Önnu Soffíu Víkingsdóttur, Valentin Fels, Ómar Yamak, Halldór Loga Valsson, Ingu Birnu Ársælsdóttur, Magnús Inga Ingvarsson og svo mætti lengi telja. Það má því búast við harðri keppni í sterkum flokkum á laugardaginn.

Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka.

Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla

Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
– 70 kg kvenna
– 60 kg kvenna

Mótið hefst kl. 11 í húsakynnum Mjölnis en einnig verður mótinu streymt í gegnum Youtube síðu Mjölnis. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Smoothcomp.com á keppnisdegi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular