Næsti titilbardagi Valentina Shevchenko verður í apríl. Andstæðingurinn að þessu sinni verður fyrrum strávigtarmeistarinn Jessica Andrade.
Valentina Shevchenko hefur ráðið lögum og lofum í fluguvigt kvenna síðan hún tók beltið 2018. Þetta verður hennar fimmta titilvörn en síðast sáum við hana sigra Jennifer Maia í nóvember.
Bardaginn gegn Andrade verður á UFC 261 þann 24. apríl. Andrade átti mjög góða frumraun í fluguvigt UFC þegar hún kláraði Katlyn Chookagian í 1. lotu. Það var nóg til að tryggja sér titilbardaga en Andrade varð strávigtarmeistari UFC árið 2019.
The Bullet is back!
— ESPN MMA (@espnmma) February 24, 2021
Valentina Shevchenko will defend her flyweight title against Jessica Andrade at UFC 261 on April 24, Dana White told @bokamotoESPN. pic.twitter.com/UvULhMEkXj
Þetta er fyrsti titilbardaginn sem sagður er vera á kvöldinu en þrír aðrir bardagar eru sagðir vera á kvöldinu: Chris Weidman gegn Uriah Hall, Anthony Smith gegn Jimmy Krute og Danaa Batgerel gegn Kevin Natividad.