0

Valgerður berst sinn þriðja atvinnubardaga í október

Valgerður Guðsteinsdóttir, fyrsta íslenska konan til að keppa í atvinnuhnefaleikum, er komin með sinn næsta bardaga. Bardaginn fer fram á stóru kvöldi í Noregi þann 21. október.

Valgerður Guðsteinsdóttir (2-0) sigraði síðast Marianna Gulyas mjög örugglega í maí eftir dómaraákvörðun. Gulyas var mun reyndari en Valgerður en þetta var hennar 39. atvinnubardagi.

Í þetta sinn mætir hún Dominika Novotny en þetta verður hennar fyrsti atvinnubardagi í boxi. Novotny hefur aftur á móti mikla reynslu úr sparkboxi.

Bardaginn fer fram á Oslofjord Fight Night en í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Cecilia Brækhus og Mikaela Lauren. Brækhus er afar stórt nafn í Noregi og ósigruð í 31 bardaga. Bardagarnir fara fram í Oslofjord Conference Center höllinni og verður spennandi að fylgjast með Valgerði.

Myndir: Snorri Björns.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.