0

Junior dos Santos niðurbrotinn eftir fall á lyfjaprófi

Junior dos Santos féll á lyfjaprófi í ágúst. Þvagörvandi lyf fundust í lyfjaprófinu og má búast við að þungavigtarmaðurinn verði sendur í bann.

Junior dos Santos átti að mæta Francis Ngannou á UFC 215 í september. Hann var hins vegar fjarlægður úr bardaganum eftir að hann féll á lyfjaprófinu.

„Þar til ég kom heim hélt ég að þetta væri grín, ég trúði þessu ekki. Ég gat ekki ímyndað mér hvað hefði fundist í lyfjaprófinu. Ég hringdi í UFC daginn eftir og þeir sögðu mér að þvagörvandi lyf hefðu fundist í lyfjaprófinu. Þetta var svo lítið magn að þetta hefði varla getað verið þvagörvandi fyrir mig. Það tók mig meira að segja smá stund að pissa í lyfjaprófinu,“ sagð Junior dos Santos við Combate.

Þvagörvandi lyf eru bönnuð hjá USADA þar sem þau eru oft notuð til að fela steranotkun. Dos Santos hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu og telur að efnið hafi komið úr menguðu fæðubótarefni. „En efnin fundust og það sama verður að gilda fyrir alla. Sama hversu lítið fannst. Þetta sýnir að það var mengun.“

„Ég var niðurbrotinn í fyrstu. Ég hef stutt USADA alla tíð og alltaf viljað íþróttir án frammistöðubætandi efna. Ég hef aldrei tekið inn neitt ólöglegt þannig að ég er rólegur. Það er verið að rannsaka þetta en það er líka annað vandamál þar sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan efnið kom til að sanna sakleysi mitt. Ég er augljóslega fórnarlamb aðstaðna sem ég skil ekki.“

Junior dos Santos er augljóslega svekktur en dos Santos gæti fengið allt að tveggja ára bann nema hann nái að sýna fram á að hann hafi óafvitandi innbyrt efni. „Núna spyr ég mig hvort USADA sé þarna fyrir svindlarana eða fyrir saklaust fólk sem endar í svona aðstöðu.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.