Monday, May 20, 2024
HomeForsíðaIngþór kominn með bardaga í desember - fleiri Íslendingar munu bætast við

Ingþór kominn með bardaga í desember – fleiri Íslendingar munu bætast við

Ingþór Örn Valdimarsson er aftur kominn með bardaga hjá FightStar bardagasamtökunum. Ingþór átti að berjast um síðustu helgi en andstæðingarnir duttu út en nú er hann strax aftur kominn með bardaga.

Ingþór Örn Valdimarsson átti að berjast á FightStar 12 bardagakvöldinu í London um síðustu helgi. Tveir andstæðingar duttu út og tókst ekki að finna andstæðing í tæka tíð fyrir Ingþór. FightStar lofaði honum þó að gefa honum bardaga á þeirra næsta kvöldi og eru strax búnir að standa við gefin loforð.

Búið er að staðfesta bardaga Ingþórs við Dawid Panfil (0-0) á FightStar 13 kvöldinu þann 9. desember. Panfil var upprunalegi andstæðingur Ingþórs fyrir bardagakvöldið um síðustu helgi en hann meiddist og þurfti því að draga sig úr bardaganum. Sá pólski er að jafna sig af meiðslunum sem urðu til þess að hann þurfti að hætta við bardagann í október en verður klár er þeir mætast í desember.

Ingþór er í skýjunum með þetta en þetta verður hans annar atvinnubardagi. Þann fyrsta tók hann árið 2007 og verður gaman að sjá hann aftur í búrinu eftir langa fjarveru.

Um síðustu helgi voru fimm Íslendingar á FightStar bardagakvöldinu og má búast við því að svipaður fjöldi berjist í desember.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular