spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVBC MMA strákarnir sigruðu þrjá bardaga í Svíþjóð

VBC MMA strákarnir sigruðu þrjá bardaga í Svíþjóð

vbc fimmmenningar
Mynd: Af Facebook síðu VBC MMA.

Síðasta föstudag kepptu fimm aðilar frá VBC MMA á sterku Muay Thai móti í Svíþjóð. Bardagakapparnir sigruðu þrjá bardaga af fimm og ríkti mikil ánægja með íslensku keppendurna.

Mótið var afar sterkt og voru margir af fremstu Muay Thai keppendum Evrópu meðal þátttakenda. Keppt var í A, B, C og D flokkum í Muay Thai en mismunandi reglur og hlífar gilda í flokkunum.

Þeir Örnólfur Þór Guðmundsson, Viktor Freyr og Valdimar Jónsson voru allir að keppa í fyrsta sinn í íþróttinni. Örnólfur keppti í D-flokki en Viktor og Valdimar í C-flokki. Örnólfur, sem hafði aðeins æft íþróttina í fjóra mánuði fyrir bardagann, og Viktor biðu lægri hlut en Viktor mætti sterkum andstæðing frá Swedish Top Team. Valdimar gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn fyrsta bardaga þar sem tveir dómarar af þremur gáfu honum sigur.

Sæmundur Ingi (C-flokkur) sigraði annan bardaga sinn í röð en fyrsti bardagi hans endaði með rothöggi. Þórður Bjarkar sigraði erfiðan andstæðing í B-flokki en bardaginn var sá fyrsti sem Þórður keppir í þeim flokki.

Svíar voru mjög ánægðir með íslensku bardagamennina. Lena Olsson og Pelle Bånghäll sem mynda keppandaráð Svíþjóðar í Muay Thai vildu fá Íslendingana á stórt mót sem haldið verður í Gautaborg í október. VBC setur stefnuna á að halda í aðra keppnisferð til Stokkhólms í maí.

Þetta er glæsilegur árangur hjá VBC MMA og efnilegir strákar hér á ferð.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular