spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVeltivigtarmót Bellator klárast í kvöld

Veltivigtarmót Bellator klárast í kvöld

Bellator 232 fer fram í kvöld þar sem veltivigtarmót Bellator klárast. Þeir Rory MacDonald og Douglas Lima mætast í úrslitum og er ekki hægt að segja annað en að mótið hafi lukkast vel.

Bellator hefur sett upp nokkur skemmtileg útsláttarmót á síðustu árum. Ryan Bader vann þungavigtarmót Bellator fyrr á árinu en í kvöld mun veltivigtarmót Bellator klárast. Fjaðurvigtarmót Bellator fór svo af stað fyrir nokkrum vikum síðan og eru þessi mót því að ganga nokkuð vel.

Veltivigtarmót Bellator hófst í fyrra með átta bardagamönnum.

Þeir Douglas Lima, Andrey Koreshkov, Paul Daley, Michael ‘Venom’ Page, Neiman Gracie, Ed Ruth, Rory MacDonald og Jon Fitch voru keppendurnir átta. Ótrúlegt en satt þá þurfti enginn að draga sig úr leik vegna meiðsla en það er stærsta vandamálið þegar kemur að þessum útsláttarmótum.

Mótið hefur þó ekki alveg gengið þrautalaust fyrir sig og byrjaði meistarinn Rory MacDonald brösulega. Hann gerði jafntefli við Jon Fitch en þar sem hann var meistarinn fór hann sjálfkrafa áfram þrátt fyrir að vinna ekki og var það sérkennilegt. Hann vann síðan Neiman Gracie í undanúrslitum sex vikum síðar en báðir bardagarnir fóru allar fimm loturnar.

Douglas Lima byrjaði á að vinna Andrey Koreshkov eftir uppgjafartak í 5. lotu og rotaði svo Michael Page í undanúrslitum með eftirminnilegum hætti í maí. Síðan Lima barðist síðast hefur MacDonald farið 10 lotur og barist tvo bardaga. Lima ætti því að vera ferskari en hann barðist síðast í maí.

Bardaginn er endurat frá viðureign þeirra í janúar 2018. Sá bardagi var frábær og tók MacDonald veltivigtartitil Lima af honum. Nú getur Lima endurheimt titilinn og verður gaman að sjá hvort honum takist ætlunarverk sitt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular