0

Wladimir Klitschko og Anthony Joshua mætast í risa boxbardaga á Wembley í kvöld

Í kvöld fer fram risa boxbardagi á Wembley Stadium í London. Þá mætast þeir Wladimir Klitschko og Anthony Joshua í þungavigt.

Um 90.000 miðar hafa verið seldir á bardagann á Wembley Stadium og er ljóst að um gríðarlega stóran viðburð er að ræða. Breskt áhorfendamet verður jafnað í kvöld en gamla metið var sett árið 1939 þegar þeir Len Harvey og Jock McAvoy mættust.

Wladimir Klitschko hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Tyson Fury í nóvember 2015. Það var fyrsta tapið hans í 11 ár og verður áhugavert að sjá hvernig hinn 41 árs gamli Klitschko kemur til leiks.

Bretinn Anthony Joshua verður á heimavelli í kvöld en hann er ósigraður í 18 atvinnubardögum. Joshua tók gull á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og hefur verið duglegur að berjast síðan þá.

Sex bardagar verða á boxkvöldinu en viðburðurinn hefst kl 17 á íslenskum tíma.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply