0

Bjarki Thor keppir í kvöld – hlekkur á bardagann hér

Mynd: Hallmar Freyr

Mjölnismaðurinn Bjarki Thor mætir Alan Procter á FightStar 9 bardagakvöldinu í London í kvöld. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og ríkir mikil spenna fyrir bardaganum.

Bjarki Thor er í síðasta bardaga kvöldsins en 17 bardagar verða á bardagakvöldinu í kvöld. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 17 á íslenskum tíma og ætti Bjarki að byrja um 22 leytið í kvöld samkvæmt heimildum MMA Frétta. Það gæti verið hálftíma fyrr eða hálftíma seinna enda fer það allt eftir því hversu fljótt bardagarnir á undan klárast.

Hægt er að kaupa löglegt streymi á bardagana hér og kostar 6,99 pund (811 kr). Einnig verða bardagarnir sýndir á Drukkstofu Óðins í Mjölni.

Inngöngulag Bjarka Thors í kvöld

Bjarki Thor: Fannst hann vera hálf óstyrkur

Alan Procter: Ætla að klára Bjarka Thor

Alan Procter ætlar að láta byggja styttu af sér á Íslandi

Alan Procter ætlar að bjóða sig fram til forseta eftir að hann sendir Bjarka Thor í draumalandið

Leiðin að búrinu: Bjarki Thor vs. Alan Procter 2

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.