0

Leiðin að búrinu: Bjarki Thor vs. Alan Procter 2

Mjölnismaðurinn Bjarki Thor Pálsson mætir Alan Procter í annað sinn nú á laugardaginn. Bjarki hefur harma að hefna eftir að fyrri bardagi þeirra endaði með ólöglegu hnésparki.

Bardaginn fer fram í FightStar bardagasamtökunum í London líkt og fyrri bardaginn. Í desember í fyrra mætti Bjarki Thor Englendingnum Alan Procter. Í 3. lotu skaut Bjarki Thor í fellu en fékk hné í andlitið á sama tíma. Bjarki var á hnjánum þegar hann fékk hnéð í andlitið en ólöglegt er að sparka eða hnjáa í höfuð andstæðings sem telst vera á gólfinu (nóg að vera með annað hnéð).

Eftir að dómarinn hafði séð atvikið var Procter dæmdur úr leik og Bjarki úrskurðaður sigurvegari. Svona vildi Bjarki Thor ekki vinna og því var ákveðið að þeir skyldu mætast aftur. Um 50 Íslendingar verða viðstaddir bardagann og munu þeir styðja vel við bakið á Bjarka.

Hér er Leiðin að búrinu fyrir bardaga Bjarka og Procter.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply