Yoel Romero átti að mæta Anthony ‘Rumble’ Johnson á Bellator 258 þann 7. maí. Romero hefur nú þurft að draga sig úr bardaganum af óljósum ástæðum.
Mikil spenna var fyrir bardaganum en þetta átti að vera frumraun beggja í Bellator. Bardaginn var hluti af útsláttarmóti Bellator í léttþungavigt en nú þarf að finna nýjan andstæðing fyrir Johnson með skömmum fyrirvara.
Samkvæmt Bellator stóðst Romero ekki læknisskoðun en frekari upplýsingar um læknisskoðunina hafa ekki verið opinberaðar.
8-manna útsláttarmót Bellator í léttþungavigt hófst í apríl og hefur farið vel af stað en þetta var einn mest spennandi bardagi mótsins. Það verður áhugavert að sjá hver fer í búrið gegn Anthony Johnson en Johnson hefur ekki barist síðan 2017 þegar hann tapaði fyrir Daniel Cormier.