Yoel Romero hefur samið við Bellator. Romero var látinn fara úr UFC á dögunum og hefur nú fundið sér nýjan vinnuveitenda.
Hinn 43 ára gamli Yoel Romero samdi við Bellator á dögunum og berst sinn fyrsta bardaga þar á næsta ári. Romero var alla tíð í millivigt UFC en verður í léttþungavigt Bellator. Romero hefur tapað þremur bardögum í röð en þar af voru tveir titilbardagar.
Bellator samdi í síðustu viku við Anthony Johnson og verður hann einnig í léttþungavigtinni. Sá flokkur er því að verða ansi spennandi í Bellator og verður áhugavert að sjá hvaða bardagar verða á dagskrá í léttþungavigt Bellator á næsta ári.
Yoel Romero is headed to Bellator.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) December 14, 2020
Romero has agreed to a new deal with Bellator, sources say. He is expected to sign imminently.
He’ll debut for the promotion in 2021 at 205 pounds. His debut date and fight aren’t set yet, sources say.