0

Yoel Romero semur við Bellator

Yoel Romero hefur samið við Bellator. Romero var látinn fara úr UFC á dögunum og hefur nú fundið sér nýjan vinnuveitenda.

Hinn 43 ára gamli Yoel Romero samdi við Bellator á dögunum og berst sinn fyrsta bardaga þar á næsta ári. Romero var alla tíð í millivigt UFC en verður í léttþungavigt Bellator. Romero hefur tapað þremur bardögum í röð en þar af voru tveir titilbardagar.

Bellator samdi í síðustu viku við Anthony Johnson og verður hann einnig í léttþungavigtinni. Sá flokkur er því að verða ansi spennandi í Bellator og verður áhugavert að sjá hvaða bardagar verða á dagskrá í léttþungavigt Bellator á næsta ári.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.