spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero of þungur í vigtuninni - enginn titill fyrir Romero

Yoel Romero of þungur í vigtuninni – enginn titill fyrir Romero

Yoel Romero náði ekki vigt í vigtuninni fyrir UFC 221 í nótt. Bardaginn er enn á dagskrá en ef Romero vinnur verður hann ekki bráðabirgðarmeistari.

Engin morgunvigtun á hótelinu var á dagskrá í Ástralíu eins og venjan er í UFC þessa dagana. Sjónvarpsvigtunin var því alvöru vigtunin eins og í gamla daga og þar sáum við Romero klikka á vigtinni.

Romero var fyrst 188,3 pund (85,6 kg) en þurfti að vera 185 pund (84,1 kg) eða undir þar sem um titilbardaga er að ræða. Romero fékk tvo tíma til að taka af sér þessi 3,3 pund og vigtaði sig aftur inn. Þar var hann 187,7 pund (85,3 kg) og hafði því aðeins tekið um 0,6 pund (300 gr.) af sér. Hann náði því ekki tilsettri þyngd fyrir titilbardagann í nótt.

Eftir samningaviðræður (sem gengu ekkert sérlega vel í fyrstu) hefur Rockhold samþykkt að taka bardagann. Bráðabirgðartitillinn (e. interim title) verður enn í húfi en bara fyrir Luke Rockhold. Þar sem Yoel Romero náði ekki vigt getur hann ekki unnið beltið þó hann vinni í nótt.

Luke Rockhold var augljóslega ekki sáttur og skaut aðeins á Romero en Romero tók salsa kennslu á opnu æfingunni fyrr í vikunni.

Niðurskurðurinn virtist ekki heldur hafa verið auðveldur fyrir Luke Rockhold en Rockhold veitti þetta undarlega viðtal beint eftir vigtunina.

Upphaflega átti Rockhold að mæta Robert Whittaker um millivigtartitilinn en Whittaker veiktist og gat ekki barist. Yoel Romero kom því inn í hans stað með um það bil fjögurra vikna fyrirvara. Þegar hann fékk bardagann gegn Rockhold var hann að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Dave Branch þann 24. febrúar. Hann var því ekki beint að koma af sófanum þegar hann fékk símtalið frá UFC en þurfti að stytta undirbúninginn um tvær vikur.

UFC 221 fer fram í nótt en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular