spot_img
Saturday, November 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentYonatan Francisco vann titilinn!

Yonatan Francisco vann titilinn!

Yonatan Francisco tók rosalegri áskorðun þegar hann samþykkti að mæta Sabir Hussein í bantamvigtinni á Caged Steel 36. Yonatan var í bardagahug þegar hans upprunalegi andstæðingurinn dró sig úr bardaganum. Yonatan fékk boð um að mæta Hussein með viku fyrirvara, en hann þurfti þá að taka á sig meira þyngdartap til að mæta Hussein upp á beltið.

Yonatan steig á vigtina sama dag og bardaginn fór fram undir miklu og óvenjulegu eftirliti. Yonatan náði vigt rétt fyrir 8:00 um morguninn, 12 – 13 tímum áður en hann steig inn í búrið.

Bardaginn fór allar þrjár loturnar. Yonatan byrjaði mjög sterkt og sigraði fyrstu lotuna sannfærandi. Hann byrjaði á því að nýta sér öflugu fótaspörkin sín gegn Hussein sem þurfti að halda sér á mikilli hreyfingu á ytri hring allan tímann.

Önnur lota var jafnari og lentu báðir aðilar góðum höggum. Yonatan virkaði andlega hungraðri í bardaganum og í hvert skipti sem að Hussein byrjaði að lenda höggum eða lét sér líða vel í búrinu, skrúfaði Yonatan upp hitan og tók yfir. Yonatan hélt Hussein meira upp við búrið í annarri lotu og fékk nokkur hné í skrokkinn sem virkuðu mjög þung.

Þriðja og önnur lota voru svipaðar. Yonatan lokaði betur á hnén þegar þeir voru upp við búrið og hélt áfram að dóminera á ákveðnum sviðum. Í raun og veru leið Hussein bara vel á hreyfingu með dágóða fjarlægð á milli þeirra tveggja. Þegar fjarlægðin á milli þeirra minkaði sýndi Yonatan að hann er kokkurinn í eldhúsinu og var Hussein langt frá því að ráða við hitan. 

Niðurstaðan var einróma dómara ákvörðun til Yonatan í bláa horninu!

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular