spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða12 verðlaun til Íslendinga á London Open um helgina

12 verðlaun til Íslendinga á London Open um helgina

Mynd af Facebook síðu BJÍ.
Mynd af Facebook síðu BJÍ.

Nokkrir Íslendingar kepptu á London Open sem fram fór um helgina. Íslensku keppendurnir komu heim með fjölmörg verðlaun.

Keppt var í brasilísku jiu-jitsu og tóku nokkrir Íslendingar þátt frá þremur félögum. Á laugardegi var keppt í galla en á sunnudegi fór nogi hluti (án galla) mótsins fram.

Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók silfur í super þungavigt í galla og nogi. Ingþór keppti í flokki svartbeltinga en þetta var í fyrsta sinn sem hann keppir sem svartbeltingur.

Halldór Logi Valsson, einnig úr Fenri, keppti í flokki brúnbeltinga og kom heim með þrenn verðlaun. Halldór keppti í ultra þungavigt og hafnaði í 3. sæti í galla í sínum flokki. Í nogi tók hann 2. sætið í sínum flokki og sömuleiðis 2. sæti í opnum flokki brúnbeltinga.

Eggert Djaffer Si Said úr Mjölni hafnaði í 3. sæti í ultra þungavigt fjólublábeltinga í galla og í nogi.

Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC gerði sér lítið fyrir og vann gull bæði í galla og í nogi. Ólöf keppti í -64 kg flokki blábeltinga (léttvigt) kvenna. Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, fékk engan andstæðing í sínum flokki (og fékk því sjálfkrafa gull) en skráði sig í opna flokkinn. Þar vann hún fyrstu glímuna mjög örugglega en tapaði annarri glímunni gegn sterkum andstæðingi eftir dómaraúrskurð.

 

Valgeir Sigmarsson úr Mjölni keppti í super þungavigt blábeltinga og hafnaði í 2. sæti. Þá var Halla Björg Ólafsdóttir úr VBC í 2. sæti í -53,5 kg flokki kvenna (léttfjaðurvigt) í flokki hvítbeltinga.

Samtals tóku íslensku keppendurnir 12 verðlaun á mótinu og geta vel við unað eftir góða helgi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular