spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða12 verðlaun til Íslendinga á Swedish Open

12 verðlaun til Íslendinga á Swedish Open

swedish openSeinni dagur Swedish Open fór fram í dag og er óhætt að segja að velgengni Mjölnisfólksins hafi haldið áfram. Eftir að hafa fengið sex verðlaun í gær héld verðlaunasöfnunin áfram í dag.

Eins og við greindum frá í gær fengu íslensku keppendurnir sex verðlaun á fyrri keppnisdegi Swedish Open. Í dag fór keppni unglinga fram auk opinna flokka.

Í unglingaflokkum hlaut Marinó Kristjánsson gull í -79 kg flokki unglinga. Þá var Sigurður Örn Alfonsson í þriðja sæti í sama flokki. Kristján Helgi Hafliðason hafnaði í 2. sæti í -74 kg flokki blábeltinga og ljóst að þessir drengir eiga framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

Í opnum flokki fullorðinna náði Mjölnir í þrenn verðlaun. Sindri Már Guðbjörnsson gerði sér lítið fyrir og sigraði opinn flokk hvítbeltinga en hann sigraði einnig sinn flokk í gær, frábær helgi hjá honum! Nils Alexander Nowenstein náði þriðja sæti í opnum flokki og því tveir Íslendingar á palli í opnum flokki hvítbeltinganna.

Dóra Haraldsdóttir tryggði sér brons í opnum kvennaflokki blábeltinga en hún nældi sér í silfur í sínum þyngdarflokki í gær.

Sex verðlaun uppskera dagsins og samtals 12 verðlaun eftir helgina. Frábær árangur hjá þeim og óskum við þeim til lukku með árangurinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular