Tuesday, April 23, 2024
HomeErlent13 bardagamenn leystir undan samningi

13 bardagamenn leystir undan samningi

Bigfoot StruveNýir eigendur UFC hafa í vikunni verið að segja upp starfsfólki og nú er komið að bardagamönnunum. 13 bardagamenn voru leystir undan samningi.

Það kemur svo sem ekki á óvart að þessir 13 bardagamenn skyldu hafa verið leystir undan samningi. Enginn af þeim var ofarlega á styrkleikalistum og í raun lítið um stór nöfn. Stærsta nafnið er hins vegar Antonio ‘Bigfoot’ Silva en hann hafði tapað fimm af síðustu sex bardögum sínum og kemur þetta því ekki á óvart.

Nýju eigendurnir eru að draga úr kostnaði hjá UFC og sögðu upp fjölda starfsmanna í vikunni á skrifstofum sínum í Las Vegas, Kanada og Asíu. Þá er talið að fjöldi bardagakvölda eigi eftir að fara minnkandi og því má búast við að fleiri bardagamenn missi vinnuna sína á næstunni.

Hér má sjá þá 13 bardagamenn sem leystir voru undan samningi í gær:

Shane Campbell
Kevin Casey
Cody East
Glaico Franca
Leonardo Augusto ‘Leleco’ Guimaraes
Cory Hendricks
Caio Magalhaes
Enrique Marin
Tamdan McCrory
Kenny Robertson
Antonio ‘Bigfoot’ Silva
Sean Spencer
Alberto Uda

Eins og sjá má er lítið um stór nöfn. Kevin Casey er þekktastur fyrir að vera í 17. seríu TUF. Enrique Marin tapaði fyrir Sage Northcutt á UFC 200 og Sean Spencer tapaði fyrir Cathal Pendred á sínum tíma eftir umdeilda dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular